356. fundur

11.11.2022 08:15

356. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. nóvember 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Sighvatur Jónsson varaformaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon.

Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður boðaði forföll og sat Sverrir Bergmann Magnússon fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Jón Garðar Arnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri mættu á fundinn og kynntu aðgerðaáætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt réttindafræðslu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga á vegum UNICEF Akademíunnar.

Fylgigögn:

UNICEF Akademían og aðgerðaáætlun - kynning

2. Starfsáætlanir leikskóla Reykjanesbæjar 2022-2023 (2022110078)

Starfsáætlanir leikskóla Reykjanesbæjar fyrir starfsárið 2022-2023 lagðar fram til kynningar.

Starfsáætlanirnar verða aðgengilegar á heimasíðum leikskólanna.

3. Starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar 2022-2023 (2022110033)

Starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2022-2023 lagðar fram.

Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar. Þær verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.

4. Breyting á skóladagatali Njarðvíkurskóla (2022040645)

Lögð fram tillaga að breytingu á skóladagatali Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Starfsdagur sem áætlaður var miðvikudaginn 19. apríl færist til mánudagsins 24. apríl vegna námsferðar starfsfólks. Skólaráð og starfsfólk hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti.

Fræðsluráð samþykkir breytinguna.

5. Viðbragðsáætlun við samskiptavanda eða einelti í grunnskólum (2022110040)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi kynnti viðbragðsáætlun við samskiptavanda eða einelti í grunnskólum. Tilgangurinn með áætluninni er að samræmt verklag fari af stað þegar tilkynningar um grun um samskiptavanda eða einelti berast grunnskólum Reykjanesbæjar.

Fræðsluráð fagnar framlagðri viðbragðsáætlun sem nýtist grunnskólum sveitarfélagsins vel til að samræma viðbrögð og úrvinnslu mála.

Fylgigögn:

Einkenni samskiptavanda og eineltis í grunnskólum - hvað geta forráðamenn gert?
Viðbragðsáætlun - samskipta-/eineltisteymi virkjað

6. Ókeypis tíðarvörur í grunnskólum Reykjanesbæjar (2022110184)

Ungmennaráð Reykjanesbæjar kynnti á fundi með bæjarstjórn 1. nóvember síðastliðinn áhugaverða hugmynd um að komið verði til móts við leghafa í grunnskólum sveitarfélagsins með aðgangi að ókeypis tíðarvörum á salernum skólanna líkt og gert er í félagsmiðstöðinni Fjörheimum.

Ungmennaráð leggur til að einhvers konar geymsla fyrir tíðarvörur verði á að minnsta kosti einu salerni í hverjum grunnskóla í Reykjanesbæ. Þangað geti nemendur sótt slíkar vörur þegar þeir þurfa á þeim að halda. Þetta geti aukið vellíðan og sjálfsöryggi nemenda sem ekki vilja deila því að þeir hafi þörf fyrir tíðarvörur.

Fræðsluráð fagnar áhugaverðri hugmynd frá ungmennaráði og tekur undir það sjónarmið að með þessum hætti geti grunnskólar Reykjanesbæjar stuðlað að auknu jafnrétti og aukið vellíðan leghafa sem stunda nám við grunnskóla sveitarfélagsins. Reykjanesbær fylgir þannig fordæmi annarra sveitarfélaga og ríkisins þar sem viðlíka fyrirkomulag hefur verið tekið upp í grunnskólum og framhaldsskólum. Verkefnið fellur einnig vel að vinnu síðastliðinna tveggja ára við að gera Reykjanesbæ að barnvænu samfélagi með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að meta kostnað við það að boðið verði upp á ókeypis tíðarvörur á að minnsta kosti einu salerni í hverjum grunnskóla Reykjanesbæjar. Samhliða kostnaðarmati verði í samstarfi við skólastjórnendur unnið að tillögum að útfærslu í hverjum skóla fyrir sig.

Fylgigögn:

Ókeypis tíðarvörur - greinargerð


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2022.