369. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar - aukafundur var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. desember 2023, kl. 12:00
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.
Að auki sátu fundinn Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR og Brynja Aðalbergsdóttir fulltrúi leikskólastjóra boðuðu forföll.
1. Frístundaakstur (2023100180)
Fundað var með íþrótta- og tómstundaráði vegna erindis forstöðufólks frístundaheimila Reykjanesbæjar varðandi frístundaakstur.
Íþrótta- og tómstundaráð og menntaráð taka undir áhyggjur forstöðufólks frístundaheimila hvað varðar fyrirkomulag frístundaakstursins, sér í lagi að sækja börnin af æfingum. Umræður fóru fram um málið og leggja ráðin til að samþykkt verði í bæjarstjórn breytt fyrirkomulag frístundaakstursins á þá leið að börn verði ekki sótt til baka eftir æfingar. Mikil áhersla var lögð á að aðrar lausnir væru skoðaðar samhliða til að koma til móts við foreldra ásamt því að kynna málið vel fyrir þeim. Lagt var til að breytt fyrirkomulag taki gildi frá og með 10. febrúar 2024 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 9. janúar 2024.