374. fundur

24.05.2024 08:15

374. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 24. maí 2024 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Rafn Markús Vilbergsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Brynja Aðalbergsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Sigurbjörg Róbertsdóttir grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Ásgerður Þorgeirsdóttir boðaði forföll og sat Rafn Markús Vilbergsson fundinn í hennar stað.

1. Staða framkvæmda sem tengjast menntasviði (2022100267)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn og fóru yfir stöðu framkvæmda í skóla- og leikskólabyggingum sveitarfélagsins.

2. Íslensku menntaverðlaunin 2024 (2024050300)

Opið er fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní nk.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um íslensku menntaverðlaunin 2024 

3. Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2024-2025 - úthlutun (2024050301)

Úthlutað hefur verið úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skrifstofu menntasviðs Reykjanesbæjar var úthlutað styrk til verkefnisins „Farsæld og fjölbreytileiki“. Einnig fengu verkefni á vegum Akurskóla, Heiðarskóla, Holtaskóla, Njarðvíkurskóla og Stapaskóla styrki úr sjóðnum.

Menntaráð fagnar því að verkefni frá fimm grunnskólum sveitarfélagsins hafi fengið styrki auk skrifstofu menntasviðs og óskar þeim til hamingju með úthlutunina.

Fylgigögn:

Endurmenntunarsjóður grunnskóla - yfirlit úthlutunar 2024

4. Atvinnustefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2023020501)

Atvinnu- og hafnarráð óskar eftir umsögn um drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024-2034.

Fulltrúar í menntaráði munu senda athugasemdir og ábendingar til formanns ráðsins og er honum falið að senda þær til atvinnu- og hafnarráðs.

5. Bættar starfsaðstæður í leikskólum - tillögur starfshóps (2024030084)

Tillögur starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar lagðar fram.

Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara lagði fram eftirfarandi bókun:

„Í fundargerð menntaráðs frá 372. fundi þann 8. mars var lagt til að starfshópur um bættar starfsaðstæður leikskólakennara yrði settur á fót. Í fundargerðinni kemur fram að lagt er til að í hópnum sitji m.a. fulltrúi leikskólakennara og fulltrúi foreldra í starfshópnum. Ég geri athugasemd við að í starfshópnum voru eingöngu stjórnendur í leikskóla: leikskólastjóri og sérkennslustjóri. Það vantaði fulltrúa leikskólakennara. Eins láðist að boða fulltrúa leikskólakennara í menntaráði í samráðshópinn. Það gefur augaleið að sýn stjórnenda á þessi mál er ekki sú sama og sýn leikskólakennara sem starfa á gólfinu. Eins geri ég athugasemd við að það vantaði foreldri í samráðshópinn.

Á þessum forsendum óska ég eftir því að víðtækara samráð verði haft við bæði leikskólastéttina og foreldra og forráðamenn leikskólabarna áður en kosið er um þessar tillögur.“

Formaður gerði fundarhlé kl. 10:00.

Fundur settur aftur kl. 10:17.

Sverrir Bergmann formaður menntaráðs lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar:

„Í starfshópi vegna bættra aðstæðna í leikskólum voru kjörnir fulltrúar menntaráðs, leikskólastjóri sem starfaði sem leikskólafulltrúi á þeim tíma, starfsmaður í leikskóla með langa reynslu og sérkennslustjóri sem einnig er í stjórn Félags leikskólakennara og vel að sér í starfsaðstæðum leikskóla. Rýnihópur var fenginn úr hópi foreldra til að rýna í tillögur hópsins. Þar sem áheyrnarfulltrúi leikskólakennara í menntaráði hefur ekki leikskólakennaramenntun ákvað starfsmaður starfshópsins að fá viðkomandi ekki í þennan starfshóp. Hins vegar er mjög gott að fá athugasemdir og ólík sjónarmið varðandi útfærslu þessara tillagna.“

Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

6. Sérhæft námsúrræði í Myllubakkaskóla (2024050299)

Málinu er frestað.

7. Staða barna úr Grindavík (2024050008)

Málinu er frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2024.