379. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. nóvember 2024 kl. 08:15
Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.
Að auki sátu fundinn Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Ferðavenjur grunnskólabarna (2024110068)
Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála mættu á fundinn og kynntu könnun um ferðavenjur grunnskólabarna í Reykjanesbæ. Gerð var ferðavenjukönnun meðal íbúa Reykjanesbæjar haustið 2022 sem gaf góða mynd af ferðavenjum íbúa en gögn vantaði varðandi ferðavenjur barna. Könnunin er lögð fyrir árganga 2010 og 2013 í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Um tilraunaverkefni er að ræða sem stendur yfir frá 2023-2026. Könnunin er gerð tvisvar á ári, að hausti og vori og hefur hún þegar verið lögð fyrir þrisvar sinnum.
Menntaráð þakkar góða kynningu á brýnu verkefni sem miðar að því að auka notkun grunnskólabarna á strætó.
2. Starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar 2024-2025 (2024080403)
Starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2023-2024 lagðar fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlanirnar. Þær verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.
3. Verkfall í leik- og grunnskólum (2024030142)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs gerði grein fyrir stöðu verkfallsaðgerða leik- og grunnskólakennara í Reykjanesbæ.
4. Mælaborð menntasviðs - 3. ársfjórðungur (2024080411)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs kynnti uppgjör sviðsins fyrir janúar-september 2024.
Menntaráð ítrekar bókun frá 377. fundi ráðsins varðandi ráðningu starfsmanns í mannauðsdeild Reykjanesbæjar sem hefur umsjón með mannauðsmálum menntasviðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.