380. fundur

13.12.2024 08:15

380. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. desember 2024 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Vilborg Pétursdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Kolbrún Dís Snorradóttir fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Raddir ungmenna (2024050339)

Frosti Kjartan Rúnarsson, Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir, Linda Líf Hinriksdóttir, Eydís Ásla Fossádal Rúnarsdóttir, fulltrúar ungmennaráðs og Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs mættu á fundinn og fylgdu eftir málum frá sameiginlegum fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar, ásamt Kolbrúnu Dís Snorradóttur, fulltrúa ungmennaráðs í menntaráði.

Menntaráð fagnar þátttöku ungmenna í umræðum um mikilvæg samfélagsmál. Með áherslum á forvarnarstarf, lestur, andlega heilsu og jafnræði í félagslífi hafa ungmennin veitt mikilvæga innsýn í málefni sem snerta alla. Menntaráð mun vinna áfram að því að efla þessi atriði og tryggja að raddir ungmenna heyrist í stefnumótandi vinnu bæjarins.

Fylgigögn:

Dagskrá fundar ungmennaráðs Reykjanesbæjar með bæjarstjórn 19. nóvember 2024
Erindi ungmennaráðs um menntamál á fundi með bæjarstjórn 19. nóvember 2024
Erindi ungmenna af fundi með bæjarstjórn - kynning fyrir menntaráð

2. Framkvæmdir á menntasviði (2022100267)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og G. Hans Þórðarson verkefnastjóri mættu á fundinn og fóru yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir á menntasviði.

3. Nýr grunnskóli á Ásbrú – skýrsla (2023090406)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs kynnti skýrslu undirbúningshóps vegna nýs grunnskóla í Ásbrúarhverfi. Í skýrslunni eru teknar saman niðurstöður undirbúningshópsins sem hefur unnið að mótun sýnar á það hvernig skóla eigi að byggja í Ásbrúarhverfi.

Nýr grunnskóli í Ásbrúarhverfi er mikilvægt framtak fyrir samfélagið í Reykjanesbæ. Skólinn mun ekki aðeins mæta vaxandi þörf fyrir menntun heldur einnig skapa vettvang þar sem fjölbreytileiki tungumála og menningar fær að blómstra. Með staðsetningu sinni í hjarta hverfisins mun skólinn tengja saman börn, foreldra og nærsamfélagið og verða hjarta menningar- og félagslífs Ásbrúar. Sérstök áhersla á sveigjanleg námsrými, vistvæna hönnun og þátttöku allra hópa í samfélaginu gerir þetta að einstöku skrefi í átt að heildrænni og skapandi menntun. Þetta er ekki bara skóli, heldur samfélagslegur grundvöllur til framtíðar.

4. Meðferð beiðna um stoðþjónustu - starfsreglur (2024120153)

Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu og Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur mættu á fundinn og fóru yfir stöðu mála varðandi starfsreglur grunnskóla og leikskóla Reykjanesbæjar um meðferð beiðna um stoðþjónustu.

Menntaráð Reykjanesbæjar leggur áherslu á mikilvægi þess að starfsreglur um stoðþjónustu séu skýrar og aðgengilegar foreldrum. Það er ánægjulegt að sjá að grunnskólar bæjarins hafi þegar hafið vinnu við birtingu slíkra reglna á heimasíðum sínum og stefnt sé að samræmingu áætlana. Með þessu skrefi er stuðlað að auknu gagnsæi og skilvirkni í þjónustu við fjölskyldur og nemendur, sem er mikilvægt til að tryggja snemmbæran stuðning og jöfn tækifæri til náms.

5. Matsferill (2022021140)

Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu mætti á fundinn og kynnti Matsferil, sem er safn matstækja sem gefur heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda reglulega yfir skólagönguna.

Menntaráð fagnar innleiðingu Matsferils. Með þessari nálgun er lögð áhersla á snemmtækan stuðning og markvissa greiningu, sem stuðlar að farsæld barna og tryggir að þau fái þjónustu sem þau þarfnast.

6. Starfsáætlanir leikskóla 2024-2025 (2024120126)

Málinu er frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:42. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2024.