381. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. janúar 2025 kl. 08:15
Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.
Að auki sátu fundinn Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Vilborg Pétursdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Kolbrún Dís Snorradóttir fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR boðaði forföll.
1. Starfsáætlanir leikskóla 2024-2025 (2024120126)
Starfsáætlanir leikskóla Reykjanesbæjar fyrir starfsárið 2024-2025 lagðar fram til kynningar.
Menntaráð fagnar fjölbreyttu og metnaðarfullu starfi leikskóla Reykjanesbæjar. Sérstök áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, málörvun, sjálfbærni og fjölmenningu, sem stuðla að farsæld og jöfnum tækifærum allra barna. Skýr stefna í anda menntastefnu Reykjanesbæjar og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er leiðarljós í þessu mikilvæga starfi. Menntaráð lýsir yfir ánægju með nýsköpun, þróunarverkefni og aukið aðgengi að fjölbreyttri menntun fyrir börn og starfsfólk. Þessi samræmda og framsækna sýn styrkir samfélagið til framtíðar.
2. Breyting á skóladagatali Myllubakkaskóla (2024020232)
Lögð fram tillaga að breytingu á skóladagatali Myllubakkaskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Starfsdagar sem áætlaðir voru dagana 9., 10. og 11. apríl færast til 30. apríl, 2. og 14. maí og styttri nemendadagur færist frá 14. maí yfir á 29. apríl vegna breytinga sem gera þurfti á námsferð starfsfólks. Skólaráð og starfsfólk hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti.
Menntaráð samþykkir breytinguna.
3. Úthlutun fjármagns til grunnskóla (2025010121)
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi kynnti lokaverkefni sitt til M.Ed.-prófs í Stjórnun menntastofnana, en verkefnið fjallar um verklag sveitarfélaga við úthlutun fjármagns til reksturs grunnskóla og eignarhald skólastjóra í því ferli. Einnig greindi Haraldur frá vinnu við gerð fastmótaðs úthlutunarlíkans fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar og sagði frá þátttöku skólastjóra í ferlinu.
Fylgigögn:
Úthlutun fjármagns til grunnskóla - kynning á lokaverkefni
Með því að smella hér má skoða verkefnið á vef Skemmunnar
4. Útfærsla á nýju fyrirkomulagi í leikskólum (2024030084)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir nýtt fyrirkomulag sem tók gildi í leikskólum sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2025 og felst í því að skrá þarf börn í leikskólavistun í dymbilviku (síðustu viku fyrir páska) og vetrarfríi á haust- og vorönn.
Fylgigögn:
Nýtt fyrirkomulag um skráningu leikskólabarna í dymbilviku og vetrarfríum - auglýsing
5. Sundlaug Stapaskóla – staða framkvæmda og fyrirkomulag sundkennslu (2019051608)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Gróa Axelsdóttir skólastjóri Stapaskóla gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við sundlaug Stapaskóla og fyrirkomulagi sundkennslu.
6. Vika 6 - forvarnir í grunnskólum (2025010126)
Þormóður Logi Björnsson aðstoðarskólastjóri Akurskóla mætti á fundinn og kynnti verkefnið Vika6 sem er árlegt átak og fer fram í grunnskólum Reykjanesbæjar í sjöttu viku hvers almanaksárs. Áhersla er lögð á kynfræðslu og forvarnir gegn kynbundnu og kynferðislegu áreiti og ofbeldi á unglingastigum skólanna og eru önnur stig einnig hvött til að taka þátt. Forvarnarteymi eru starfrækt í öllum grunnskólum sveitarfélagsins en markmið þeirra er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái kynfræðslu og kennslu um kynheilbrigði.
Menntaráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu á mikilvægu málefni. Það er jákvæð þróun að myndað hefur verið teymi um Viku 6 hjá Reykjanesbæ með aðkomu nemenda þar sem ungmenni hafa áhrif á hvaða efni fjallað er um.
Fylgigögn:
Vika6 - kynning
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:58. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2025.
Utan dagskrár flutti Sighvatur Jónsson ljóð um ánægjulegjan fund menntaráðs.
Menntaráð að morgni dags,
margt er hér að ræða.
Í bolla seytlar kaffið svart
með mjólk - á milli slæða.