92. fundur

01.04.2025 15:00

92. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur var haldinn 1. apríl 2025 kl. 15:00

Viðstödd: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra, Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Einar Snorrason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði, Kristrún Björgvinsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Jarðhræringar á Reykjanesi

Gos hófst í morgun og er áttunda gosið sem kemur upp á þessum slóðum.

Dregið hefur mikið úr gosinu. Loftgæði í Reykjanesbæ eru í lagi en gæti orðið vart við gosmengun á miðvikudagskvöld þegar að vindátt breytist.

Kvikugangur færist nær Reykjanesbraut en óvíst hvort kvika komi upp.

Almannavarnaborði er kominn á vef Reykjanesbæjar þar sem bæjarbúar geta fylgst með tilmælum þegar við á.

Ekki hefur verið talin þörf á að boða til fundar í almannavarnarnefndinni á svæðinu.

Neyðarstjórn verður á vaktinni og boðar til fundar þegar og ef þörf krefur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:08