13. fundur

08.12.2022 13:30

13. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 8. desember 2022 kl. 13:30

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristján Gunnarsson, fulltrúar Félags eldri borgara og Íris Dröfn Björnsdóttir, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Að auki sat fundinn Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Hjúkrunarheimili Nesvöllum – vettvangsferð (2022120074)

Fulltrúar í öldungaráði Reykjanesbæjar fóru í vettvangsferð um hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum þar sem Þuríður I. Elísdóttir forstöðumaður tók á móti hópnum og kynnti starfsemina.

2. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Þuríður I. Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Nesvöllum og nefndarmaður í byggingarnefnd nýs hjúkrunarheimilis, mætti á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ.

3. Samþykkt fyrir öldungaráð Reykjanesbæjar (2020021206)

Drög að samþykkt fyrir öldungaráð Reykjanesbæjar lögð fram. Unnið er að endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar þar sem öldungaráð Reykjanesbæjar verður fellt undir samþykkt sveitarfélagsins. Uppfærð samþykkt verður auglýst í stjórnartíðindum innan skamms. Framlögð drög gilda sem bráðabirgðareglur þar til uppfærð samþykkt sveitarfélagsins tekur gildi.

4. Fundargerðir stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 2022 (2022100574)

Fundargerðir stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 29. ágúst, 26. september og 17. október 2022 lagðar fram. Auk þess sagði Eyjólfur Eysteinsson, formaður öldungaráðs Suðurnesja frá aðalfundi ráðsins sem var haldinn 21. október 2022 og lagði fram fundargerð aðalfundar. Á aðalfundinum voru staðfestar breytingar á samþykktum öldungaráðs Suðurnesja og fór Eyjólfur yfir þær.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 29. ágúst 2022
Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 26. september 2022
Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 17. október 2022
Fundargerð aðalfundar öldungaráðs Suðurnesja 21. október 2022
Samþykktir öldungaráðs Suðurnesja

5. Aðventudagskrá Nesvalla (2022120076)

Aðventudagskrá Nesvalla lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Dagskrá Nesvalla - desember 2022


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:53.