16. fundur

16.10.2023 14:30

16. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 16. október 2023 kl. 14:30

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir fulltrúar Félags eldri borgara og Íris Dröfn Björnsdóttir, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Eyjólfur Eysteinsson boðaði forföll og sat Ingibjörg Magnúsdóttir fundinn í hans stað.
Kristján Gunnarsson boðaði forföll.

Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Aðgengismál (2023100238)

Einar Snorrason umsjónarmaður fasteigna mætti á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi aðgengismál í fasteignum sveitarfélagsins.

2. Hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ (2023050588)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu, kynnti reglur um hvatagreiðslur fyrir íbúa 67 ára og eldri í Reykjanesbæ sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2024.

Öldungaráð lýsir yfir ánægju með að teknar verði upp hvatagreiðslur fyrir eldra fólk og hvetur íbúa til að nýta þær. Einnig vill ráðið vekja athygli á vefnum fristundir.is, þar er yfirlit yfir tómstundastarf sem er í boði á Suðurnesjum, m.a. fyrir eldra fólk.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða vefinn fristundir.is


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:06.