18. fundur

29.05.2024 14:00

18. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 29. maí 2024 kl. 14:00

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, fulltrúar Reykjanesbæjar, Ingibjörg Magnúsdóttir, Kristján B. Gíslason og Kristján Gunnarsson fulltrúar Félags eldri borgara.

Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Rúnar V. Arnarson boðaði forföll.
Eyjólfur Eysteinsson boðaði forföll og sat Ingibjörg Magnúsdóttir fundinn í hans stað.
Guðrún Eyjólfsdóttir boðaði forföll og sat Kristján B. Gíslason fundinn í hennar stað.

1. Stuðningsþjónusta - breytingar á vinnufyrirkomulagi (2024050046)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu kynnti tillögur að breytingum á vinnufyrirkomulagi í stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar.

Öldungaráð lýsir stuðningi við tillögurnar.

2. Sameining dagdvala (2024050055)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu kynnti hugmyndir um sameiningu dagdvala Reykjanesbæjar.

Öldungaráð telur framkomnar hugmyndir lofa góðu.

3. Breytingar í félagsstarfi aldraðra (2024050425)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu fór yfir breytingar sem fyrirhugaðar eru í félagsstarfi aldraðra á vegum þjónustumiðstöðvarinnar á Nesvöllum og óskaði jafnframt eftir hugmyndum frá fulltrúum í öldungaráði um nýjungar í starfinu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40.