2. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 10. október 2019 kl. 14:30
Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, Díana Hilmarsdóttir og Jasmina Crnac, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Loftur Hlöðver Jónsson, fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Blöndal, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.
1. Umsókn um starfsleyfi vegna félagsþjónustu - beiðni um umsögn (2019100043)
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) óskar eftir umsögn öldungaráðs Reykjanesbæjar vegna umsóknar Sinnum ehf. um starfsleyfi til að veita stuðningsþjónustu í Reykjanesbæ skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Eyjólfur Eysteinsson leggur til að erindinu verði vísað til velferðarráðs. Tillögunni er hafnað með fimm atkvæðum gegn tveimur.
Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við að Sinnum ehf. fái starfsleyfi til veita stuðningsþjónustu í Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Umsókn Sinnum ehf. um starfsleyfi vegna reksturs félagslegrar þjónustu
2. Undirbúningur funda (2019100110)
Farið yfir verklag við undirbúning funda öldungaráðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.