20. fundur

18.11.2024 14:00

20. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 18. nóvember 2024 kl. 14:00

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristján B. Gíslason og Kristján Gunnarsson fulltrúar Félags eldri borgara.

Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Ingibjörg Magnúsdóttir boðaði forföll og sat Kristján B. Gíslason fundinn í hennar stað.

1. Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021548)

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri og verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn og kynnti drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar. Bæjarráð óskar eftir umsögnum um stefnuna.

Öldungaráð telur mannréttindastefnuna vera framsækið og jákvætt skref. Stefnan og aðgerðaáætlun sem henni fylgir eru ítarlegar og vel unnar sem skilar sér í metnaðarfullri og góðri stefnu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:43.