21. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 3. febrúar 2025, kl. 14:00
Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Kristján Gunnarsson fulltrúar Félags eldri borgara.
Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Öldungaráð samþykkir 6-0 að taka á dagskrá Samráðserindi til öldungaráðs Reykjanesbæjar (2024010180) sem fjallað verður um undir dagskrárlið 4.
1. Frístundastefna Reykjanesbæjar (2023050566)
Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi og Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins mættu á fundinn og kynntu frístundastefnu sem er í mótun. Rætt var um þátttöku eldra fólks í tómstundum og óskuðu þau eftir tillögum sem gætu bætt þjónustu og umhverfi Reykjanesbæjar varðandi aðgengi og þátttöku fólks í tómstundum.
Öldungaráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu og hvetur íbúa á öllum aldri til þátttöku í könnun um mótun frístundastefnu Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Frístundastefna Reykjanesbæjar - könnun
2. Nesvellir 4, þjónustumiðstöð - stækkun á framleiðslueldhúsi og sameining dagdvala (2023070388)
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu, gerði grein fyrir nýjum hugmyndum varðandi sameiningu dagdvala og stækkun framleiðslueldhúss á Nesvöllum.
3. Nýtt hjúkrunarheimili - staða framkvæmda (2019050812)
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu, kynnti stöðu framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili.
4. Samráðserindi til öldungaráðs Reykjanesbæjar (2024010180)
Lagt fram erindi sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar þar sem leitað er eftir hugmyndum, kostum og göllum auk fleiri atriða sem gætu að mati öldungaráðs leitt til bættrar kosningaþátttöku en sjálfbærniráð vinnur nú að gerð skýrslu um hvernig bæta megi kosningaþátttöku í Reykjanesbæ.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.08