4. fundur

13.02.2020 14:30

4. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 13. febrúar 2020 kl. 14:30

Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson fulltrúi Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Blöndal, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.

1. Samþykkt fyrir öldungaráð Reykjanesbæjar (2020021206)

Undirbúningur vegna samþykktar fyrir öldungaráð Reykjanesbæjar.
Formanni öldungaráðs og forstöðumanni stuðningsþjónustu er falið að vinna málið áfram og leggja fram drög að samþykkt á næsta fundi.

Fylgigögn:

38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
Bókun frá 1. fundi öldungaráðs Reykjanesbæjar 22. ágúst 2019

2. Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 11. nóvember 2019 (2019050525)

Fundargerðin lögð fram.

Öldungaráð Reykjanesbæjar tekur vel í að funda með stjórn öldungaráðs Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 11. nóvember 2019

3. Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 20. janúar 2020 (2020021261)

Fundargerðin lögð fram.
Öldungaráð Reykjanesbæjar styður það að haldinn verði fundur með heilbrigðisráðherra.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 20. janúar 2020


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.