7. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 26. nóvember 2020 kl. 14:30
Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson og Loftur Hlöðver Jónsson, fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar (2019100079)
Drög að lýðheilsustefnu lögð fram. Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn eða athugasemdum.
Öldungaráð telur að ekki sé nægilega hugað að málefnum eldri borgara í lýðheilsustefnunni.
Huga þarf að þörfum eldri borgara þegar græn svæði, göngu- og hjólastígar eru skipulögð, t.d. lýsingu, hvíldarbekkjum og að stígar séu sandaðir og/eða saltaðir.
Tryggja þarf aðgang eldri borgara að íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu.
Skoðað verði að koma á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara.
Mikilvægt er að hugað sé að því hvernig fræðslu verði komið til eldri borgara.
2. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál
Öldungaráð tekur heilshugar undir liði 1 og 2 í tillögunni en telur að aðrir liðir þurfi nánari skýringa við.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða þingsályktunartillöguna
Öldungaráð Reykjanesbæjar samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
3. Fundargerðir öldungaráðs Suðurnesja 29. júní og 21. september 2020 (2020010375)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 29. júní 2020
Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 21. september 2020
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.