14. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 18. nóvember 2020 kl. 15:00
Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsensson, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Framtíðarsýn Aðaltorgs (2020100244)
Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs mætti á fundinn og kynnti starfsemi og framtíðarsýn Aðaltorgs.
Framtíðarnefnd tekur vel í hugmyndir Aðaltorgs um framtíðaruppbyggingu á svæðinu.
2. Stytting vinnuvikunnar (2019100323)
Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar og fulltrúi í stýrihóp Reykjanesbæjar um styttingu vinnuvikunnar mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi innleiðingu á verkefninu.
Framtíðarnefnd fagnar styttingu vinnuvikunnar og þakkar stýrihópnum fyrir þeirra framlag.
3. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar - beiðni um umsögn (2019100079)
Lýðheilsuráð óskar eftir umsögn um lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar.
Starfsmanni framtíðarnefndar er falið að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri við lýðheilsuráð. Einnig leggur framtíðarnefnd til að hugmyndir um lýðheilsumiðstöð sem Aðaltorg hefur m.a. kynnt verði skoðaðar sérstaklega í vinnu við lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar.
4. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)
Ákveðið að halda sameiginlegan vinnufund með umhverfis- og skipulagsráði eins fljótt og auðið er.
5. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)
Fundargerðir neyðarstjórnar lagðar fram.
Framtíðarnefnd hrósar Reykjanesbæ fyrir góðar og aðgengilegar upplýsingar varðandi COVID-19 á vef sveitarfélagsins.
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar
Með því að smella hér má skoða upplýsingar varðandi COVID-19 á vef Reykjanesbæjar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.