16. fundur

20.01.2021 16:00

16. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn á Courtyard by Marriot hóteli, Aðalgötu 60 þann 20. janúar 2021 kl. 16:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsensson, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Framfaravog sveitarfélaga 2020 - kynning á niðurstöðum (2019051066)

Málinu er frestað til næsta fundar.

2. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021391)

Drög að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar lögð fram ásamt beiðni um umsögn.

Framtíðarnefnd og umhverfis- og skipulagsráð hafa unnið saman að endurskoðun umhverfisstefnu Reykjanesbæjar og leggja nú fram drög að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar til umsagnar hjá nefndum og ráðum bæjarins.

Að loknu umsagnarferli munu framtíðarnefnd og umhverfis- og skipulagsráð leggja umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

3. Sjálfbærni Reykjanesbæjar (2021010385)

Reykjanesbær þarf eins og önnur sveitarfélög að leggja sig fram við að stuðla að sjálfbærri þróun. Sjálfbærni er meginstef Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og snýr að mörgum þáttum, s.s. umhverfinu, félagslegum þáttum, heilsu, velferð, menningarmálum og efnahagslífi, sem allt snertir íbúa sveitarfélagsins. Það er mikilvægt að Reykjanesbær taki þennan málaflokk fastari tökum og vinni markvisst að aukinni sjálfbærni til framtíðar á öllum sviðum. Í vinnu með heimsmarkmiðin mun framtíðarnefnd leggja sérstaka áherslu á verkefni tengd sjálfbærni á komandi misserum.

4. Nýting náttúruauðlinda Reykjanesbæjar - reglur (2021010386)

Starfsmanni nefndarinnar er falið að vinna í málinu.

5. Menningarstefna Reykjanesbæjar – beiðni um umsögn (2019051729)

Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn um menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025.

Drög að menningarstefnu lögð fram. Erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar 2021.