21. fundur

16.06.2021 15:00

21. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. júní 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Betri Reykjanesbær – niðurstöður íbúakosningar (2019100329)

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og kynnti niðurstöður íbúakosningar í kjölfar hugmyndasöfnunar á vefnum Betri Reykjanesbær.

Þær hugmyndir sem fengu flest atkvæði voru:

Ævintýralegt leiksvæði í skrúðgarði - (372 atkvæði)
Vatnsholt Reykjanesbæ (Trúðaskógur) - (327 atkvæði)
Strandsvæði í Seylu - (225 atkvæði)
Ærslabelgur og leiktæki í Innri Njarðvík - (218 atkvæði)
Úti-vísindaleiktæki fyrir börn - Ásbrú - (154 atkvæði)
Fótboltagolfvöllur – sumarvöllur - (152 atkvæði)

Unnið er að því að gera endanlegt kostnaðarmat og að því loknu verður tekin endanleg ákvörðun um hvaða hugmyndir verður unnt að framkvæma. Farið verður í framkvæmdir upp að 30 milljónum en verkefni sem ekki ná inn í þann kostnaðarramma þurfa að bíða betri tíma.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða hugmyndir sem kosið var um á vefnum Betri Reykjanesbær
Með því að smella hér má skoða frétt um niðurstöður íbúakosningar á vef Reykjanesbæjar

2. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2019051729)

Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, mætti á fundinn og kynnti helstu áherslur í menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða menningarstefnu Reykjanesbæjar

3. Framtíðarsýn Duus safnahúsa (2021050281)

Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, mætti á fundinn og kynnti framtíðarsýn Duus safnahúsa.

4. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – drög til umsagnar (2020010070)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynnti drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030. Fræðsluráð óskar eftir umsögnum frá nefndum og ráðum Reykjanesbæjar um drögin.

Umsögn verður lögð fram á næsta fundi framtíðarnefndar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 24. júní 2021.