24. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 20. október 2021, kl. 15:00
Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Orkuskipti í Reykjanesbæ (2020090208)
Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi orkuskipti í sveitarfélaginu.
2. Betri Reykjanesbær (2019100329)
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og fór yfir kostnað og framkvæmd verkefna úr hugmyndasöfnun á Betri Reykjanesbæ.
Framtíðarnefnd leggur áherslu á að undirbúningi vegna fyrirhugaðs skautasvells í skrúðgarði verði flýtt eins og kostur er svo unnt verði að setja það upp á aðventunni.
3. Stafræn þróun - samstarf sveitarfélaga (2019110248)
Andri Örn Víðisson verkefnisstjóri í stafrænni umbreytingu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kynnti verkefni sem snýr að miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni framþróun og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu, rekstur og samskipti við íbúa.
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi stafræna þróun hjá Reykjanesbæ.
4. Suðurnesjavettvangur - samstarf um heimsmarkmiðin (2019051904)
Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra fór yfir næstu skref í samstarfsverkefni um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og tilnefningar í verkefnahópa. Einnig sagði hún frá verkefni sem farið er af stað undir forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu heimsmarkmiðanna í öllum sveitarfélögum á Íslandi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:57. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. nóvember 2021.