26. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 15. desember 2021 kl. 15:00
Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Betri Reykjanesbær - skautasvell í skrúðgarði (2019100329)
Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra fór yfir stöðu mála varðandi skautasvell í skrúðgarðinum. Vinna við undirstöður er hafin og stefnt að því að opna skautasvellið um helgina. Gert er ráð fyrir að svellið verði opið út mars. Samið hefur verið við rekstraraðila og búið að kaupa þann ljósa- og hljóðbúnað sem til þarf.
2. Aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum (2020021391)
Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir árið 2022.
3. Vetnisframleiðsla (2021120272)
Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mætti á fundinn og kynnti hugmyndir varðandi vetnisframleiðslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.