3. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27. nóvember 2019 kl. 15:00
Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Rafræn stjórnsýsla (2019110248)
Róbert Freyr Jónsson frá Stefnu var í netsambandi og kynnti nýtt íbúaapp.
Framtíðarnefnd þakkar góða kynningu. Samþykkt að afla frekari upplýsinga.
2. Íbúalýðræði (2019100329)
Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn og fór yfir minnisblað varðandi kosti sem í boði eru til að virkja íbúa til þátttöku.
Framtíðarnefnd mun skoða málið samhliða fyrsta lið í dagskrá fundarins.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má sjá dæmi um íbúavef
3. Stytting vinnuvikunnar (2019100323)
Málinu frestað.
4. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni (2019051904)
Framtíðarnefnd óskar eftir að Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, sem er verkefnastjóri Reykjanesbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, mæti á næsta fund og kynni verkefnið og samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða vef Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2019.