32. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 10. ágúst 2022 kl. 08:15
Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Guðbergur Reynisson, Hafsteinn Hjartarson, Jón Helgason og Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Guðni Ívar Guðmundsson boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fundinn. Aneta Grabowska boðaði forföll, Hafsteinn Hjartarson sat fundinn.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
1. Atvinnuþróunarmál (2020010477)
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir ýmis atvinnuþróunarmál.
Nefndin leggur til að settur verði kraftur í vinnslu atvinnu- og viðskiptaþróunarstefnu og að verkefnið fái til þess það fjármagn sem til þarf. Þar á meðal sé hægt að gera þær greiningar sem nauðsynlegar eru fyrir stefnumótunarvinnuna.
Nefndin telur að nauðsynlegt sé að samræma og tryggja samtal á milli þeirra aðila sem þurfa að hafa beina aðkomu að gerð atvinnu- og viðskiptaþróunarstefnu t.d. menningar- og atvinnuráðs og umhverfis- og skipulagsráðs ásamt öðrum nefndum. Mikilvægt er að framtíðarnefnd sé þátttakandi í þeirri vinnu.
Nefndin óskar eftir kynningu frá:
- Kadeco um stöðu á vinnu KCAP við hugmyndir á flugvallarsvæðinu
- Umhverfissviði vegna aðalskipulags.
- Fræðslusviði vegna menntastefnunnar.
2. Stefnumótun framtíðarnefndarinnar (2022080084)
Hafin er vinna að helstu áherslum og verkefnum framtíðarnefndarinnar sem lokið verður fyrir næsta fund.
3. Markaðsstefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2021110284)
Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn ráða og nefnda Reykjanesbæjar um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.
Framtíðarnefnd fagnar því að farið hafi verið í þessa vinnu sem er metnaðarfull og sýnir mikilvægi verkefnisins. Mikil vinna er þó eftir, kominn er grunnur að ímyndarstefnu sem þarfnast frekari útfærslu. En aðra þætti markaðsstefnu á eftir að vinna svo sem markhópa- og samkeppnisgreiningu og áætlunum um markaðsaðgerðir framtíðarinnar.
Ráðið óskar eftir kynningu á hvernig framhaldi vinnunnar verði háttað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 23. ágúst 2022.