35. fundur

09.11.2022 08:15

35. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. nóvember 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Jón Helgason, Þóranna Kristín Jónsdóttir.

Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Móttaka flóttafólks (2022020555)

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar, mætti á fundinn og kynnti starf teymis um alþjóðlega vernd og samræmda móttöku flóttafólks. Ljóst er að verkefnið er síbreytilegt og hrósar framtíðarnefnd teyminu fyrir faglega nálgun og samstarf þvert á félög og stofnanir. Jafnframt hvetur nefndin teymið til að kynna starfið betur fyrir almenningi.

Fylgigögn:

Móttaka flóttafólks - kynning

2. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri mættu á fundinn og kynntu aðgerðaáætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindafræðslu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga á vegum UNICEF Akademíunnar.

Fylgigögn:

UNICEF Akademían og aðgerðaáætlun - kynning

3. Markaðsstefna Reykjanesbæjar (2021110284)

Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mætti á fundinn og kynnti vinnu við nýja markaðsstefnu Reykjanesbæjar og helstu áherslur.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:22. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2022.