43. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. september 2023 kl. 08:15
Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Translating the EU Green Deal into Local Action - ráðstefna í Brussel 15. mars 2024 (2023090350)
Sjálfbærniráð telur mikilvægt að bæjarstjóri sæki ráðstefnuna þar sem um mikilvægt málefni er að ræða. Jafnframt óskar sjálfbærniráð eftir kynningu á þeim erindum og upplýsingum sem fram koma á ráðstefnunni að henni lokinni og hvernig Reykjanesbær getur nýtt sér þessa þekkingu og upplýsingar.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um ráðstefnuna
2. Fjárhagsáætlun (2023080020)
Hingað til hefur ekkert fjármagn verið sett í sjálfbærnimál. Verkefni næsta árs er að hefja vinnu við íbúalýðræðisstefnu og stefnu varðandi áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á svæðið og aðgerðaáætlanir í málaflokkunum. Sjálfbærniráð mun vinna að greiningu á þörf á fjármagni til þessara verkefna.
3. Sjálfbærniráð - vinna næstu tvö ár (2022080084)
Sjálfbærniráð mun taka sér stöðu sem hreyfiafl í stjórnsýslu Reykjanesbæjar. Ráðið hefur skipt upp ábyrgðaraðilum fyrir öll ráð sveitarfélagsins sem munu tengja sig inn í mikilvæg málefni viðkomandi ráðs, draga saman helstu atriði og upplýsa sjálfbærniráð eftir þörfum. Meðlimir ráðsins munu setja sig í samband við starfsmenn og formenn í kjölfar þessa fundar.
Skipting ráða er eftirfarandi:
• Bæjarráð - allir
• Bæjarstjórn - allir
• Neyðarstjórn - allir
• Atvinnu- og hafnarráð – Þóranna Jónsdóttir fulltrúi B-lista
• Íþrótta- og tómstundaráð – Guðni Ívar Guðmundsson fulltrúi D-lista
• Lýðheilsuráð – Íris Ósk Ólafsdóttir fulltrúi S-lista
• Menningar- og þjónusturáð – Þóranna Jónsdóttir fulltrúi B-lista
• Menntaráð – Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fulltrúi S-lista
• Ungmennaráð - Guðni Ívar Guðmundsson fulltrúi D-lista
• Umhverfis- og skipulagsráð - Aneta Grabowska - fulltrúi B-lista
• Velferðarráð – Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fulltrúi S-lista
• Öldungaráð - Íris Ósk Ólafsdóttir fulltrúi S-lista
4. Íbúalýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)
Sjálfbærniráð mun meta kostnað við gerð stefnunnar og leggja fram beiðni um fjármagn í gerð hennar og innleiðingu.
5. Regluleg stöðugjöf frá sviðsstjórum (2023090351)
Sjálfbærniráð mun óska eftir reglulegri stöðugjöf frá sviðsstjórum og upplýsingum um hvernig sviðin eru að vinna að sjálfbærni.
6. Þróun mælaborðs (2023090352)
Sjálfbærniráð mun funda með sviðsstjórum, meta mælaborð sviða og leggja fram tillögur að mælikvörðum út frá sjálfbærnisjónarmiði. Jafnframt mun ráðið skoða núverandi stefnur Reykjanesbæjar og kortleggja stöðuna á innleiðingu þeirra og hvernig mæla má framgang aðgerða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:02. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. september 2023.