44. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. október 2023 kl. 08:15
Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Regluleg stöðugjöf frá sviðsstjórum (2023090351)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn og kynnti mælaborð sviðsins og tillögur varðandi fjárhagsáætlun sjálfbærnimála.
2. Umfjöllun um fundargerðir ráða (2022080084)
Sjálfbærniráð mun halda áfram að fara yfir fundargerðir kjörinna ráða sveitarfélagsins og fjalla um þær út frá sjálfbærni.
3. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)
Rætt var um næstu skref varðandi vinnu við lýðræðisstefnu.
Málinu frestað.
4. Fjórða iðnbyltingin - aðgerðir sjálfbærniráðs (2023050187)
Málinu frestað.
5. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)
Sjálfbærniráð fagnar auknu samráði við bæjarbúa með vinnustofu vegna vinnu við atvinnustefnu sem haldin var þann 4. október sl. Ráðið vill þó vekja athygli á því að tímasetning vinnustofunnar var ekki til þess fallin að sem flestir ættu kost á að taka þátt. Í málefnasamningi meirihluta kemur fram að “...almenningssamráð verði aukið á kjörtímabilinu” og er tímasetningin því ekki í samræmi við hann.
Einnig vill ráðið benda á að í erindisbréfi sjálfbærniráðs kemur fram að eitt af verkefnum þess er að “Taka þátt í framtíðarstefnumótun Reykjanesbæjar á þeim sviðum sem snerta sjálfbæra þróun.” Því óskar ráðið eftir skýru verklagi frá bæjarstjórn varðandi þátttöku ráðsins í stefnumótun. Atvinnu- og hafnarráð er hvatt til þess að tryggja aðkomu sjálfbærniráðs að stefnumótunarvinnunni.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að atvinnustefnan sé samofin öðrum stefnum og verkefnum sveitarfélagsins s.s. í sjálfbærni, ferðamálum og málefnum er tengjast fjórðu iðnbyltingunni.
6. Staðsetning sjálfbærniráðs í stjórnsýslu Reykjanesbæjar (2022080084)
Ákveðin málefni sjálfbærniráðs ríma við hlutverk umhverfis- og framkvæmdasviðs og því er það samróma álit ráðsins að framtíðarheimili þess sé þar.
Ráðið leggur áherslu á að tryggja þurfi skilning innan stjórnsýslunnar og meðal íbúa á því að þrátt fyrir að ráðið yrði sett undir umhverfis- og framkvæmdasvið spanni málefnasvið ráðsins öll svið innan sveitarfélagsins. Innan hlutverka ráðsins eru öll þau málefni sem tengjast þeim Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna sem Reykjanesbær hefur ákveðið í stefnu sinni að leggja áherslu á, t.d. Markmið 1: Engin fátækt, Markmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur og Markmið 9: Nýsköpun og uppbygging. Mikilvægt er að farið sé í markvissar aðgerðir til að tryggja þennan skilning svo að ráðið geti starfað í samræmi við erindisbréf þess.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:22. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2023.