46. fundur

06.12.2023 08:15

46. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. desember 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðni Ívar Guðmundsson, Hafsteinn Hjartarson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Aneta Grabowska boðaði forföll og sat Hafsteinn Hjartarson fundinn í hennar stað.
Þóranna Kristín Jónsdóttir boðaði forföll og sat Díana Hilmarsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Umfjöllun um fundargerðir ráða (2022080084)

Farið var yfir fundargerðir ráða út frá sjálfbærnisjónarmiðum.

2. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)

Sjálfbærniráð hefur nú fengið kynningar frá sérfræðingum og starfsmönnum innan stjórnsýslu Reykjanesbæjar ásamt reynslusögu frá Reykjavíkurborg. Í anda inntaks stefnunnar leggur sjálfbærniráð til að stofnaður verði starfshópur með kjörnum fulltrúum ásamt starfsfólki viðeigandi sviða sem undir leiðsögn ráðgjafa/stefnustjóra vinni drög að stefnunni. Starfshópurinn mun samanstanda af tveimur kjörnum fulltrúum úr sjálfbærniráði ásamt einum starfsmanni frá hverju sviði.

3. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi fór yfir stöðuna á flokkun hjá starfsstöðvum Reykjanesbæjar. Sjálfbærniráð telur ekki þörf á að mynda sérstaka flokkunarstefnu hjá sveitarfélaginu þar sem í gildi eru lög sem taka skýrt á hvernig skal flokka úrgang.

Sjálfbærniráð óskar eftir að fá stöðumat frá sviðsstjórum á flokkun starfsstöðva sem heyra undir sviðin fyrir febrúarlok enda ber hver sviðsstjóri ábyrgð á að uppfylla lagalegar kröfur. Skriflegu stöðumati skal skila til sjálfbærnifulltrúa eigi síðar en 29. febrúar 2024.

Jafnframt fagnar sjálfbærniráð væntanlegri innleiðingu Laufsins og óskar eftir kynningu á lausninni á febrúarfundi ráðsins.

4. Reykjaneshöfn - áætlun um meðferð og flokkun úrgangs (2023110128)

Atvinnu- og hafnarráð óskar eftir liðsinni sjálfbærniráðs við gerð áætlunar fyrir Reykjaneshöfn um meðferð og flokkun úrgangs.

Sjálfbærniráð fagnar fyrirhugaðri áætlunargerð um meðferð og flokkun úrgangs Reykjaneshafnar enda í samræmi við þau heimsmarkmið sem Reykjanesbær hefur í stefnu sinni valið að setja í forgang undir flokknum Vistvænt samfélag.

Sjálfbærniráð vísar til bókunar í þriðja máli hér að framan varðandi ábyrgð á flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar. Sjálfbærniráð óskar eftir að fá áætlunina til umsagnar þegar hún liggur fyrir.

5. Fjórða iðnbyltingin (2023050187)

Málinu frestað.

6. Hlutverk og verkefni sjálfbærniráðs (2022080084)

Málinu frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 12. desember 2023.