50. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. apríl 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Guðni Ívar Guðmundsson, Hafsteinn Hjartarson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hjörtur Magnús Guðbjartsson boðaði forföll. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir sat fundinn í hans stað.
Aneta Grabowska boðaði forföll. Hafsteinn Hjartarson sat fundinn í hennar stað.
Samþykkt var að tekin yrðu á dagskrá málin Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136) og Fundargerðir ráða (2023110092). Fjallað er um málin undir liðum 6 og 7.
1. Reykjaneshöfn - áætlun um meðferð og flokkun úrgangs (2023110128)
Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður lagði fram drög að uppfærðri skýrslu um áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa fyrir Reykjaneshöfn.
Áfram verður unnið að skýrslunni sem verður borinn upp til samþykktar á næsta fundi ráðsins.
2. Translating the EU Green Deal into Local Action - ráðstefna í Brussel 15. mars 2024 (2023090350)
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri mætti á fundinn og ræddi um ráðstefnuna Translating the EU Green Deal into Local Action, sem hann sótti fyrir hönd Reykjanesbæjar í Brussel 15. mars 2024.
Sjálfbærniráð hvatti bæjarstjórann til að fara á ráðstefnuna til að kynna sér markmið og áherslur sjálfbærnimála í Evrópu. Sjálfbærniráð mun vinna áfram að málinu með að rýna tillögur og markmið sem komu fram á ráðstefnunni. Umræður á fundinum snéru meðal annars að næsta fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn um mikilvægi þessara málefna.
Fylgigögn:
Skýrsla bæjarstjóra um ráðstefnuna
3. Kosningar og fyrirkomulag (2024010180)
Sjálfbærniráð hefur unnið að handbók um fyrirkomulag forseta- og alþingiskosninga frá áramótum. Í vinnunni var handbókin borin undir formann yfirkjörstjórnar, lögfræðing auk verkefnastjóra gæðamála hjá Reykjanesbæ sem jafnframt er verkefnastjóri kosningamála. Sjálfbærniráð hefur einnig yfirfarið handbókina en handbókin verður svo formlega staðfest í bæjarstjórn. Handbókin verður að lifandi skjali í eign Reykjanesbæjar.
Sjálfbærniráð samþykkir handbók um kosningar og fyrirkomulag þeirra í forseta- og alþingiskosningum.
4. Samfélagsgreiningar (2021030491)
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis mætti á fundinn og kynnti samfélagsgreiningu fyrir Reykjanesbæ ásamt mælaborði sem þróað hefur verið út frá henni. Arnþór Elíasson og Maciej Baginski rekstrarfulltrúar mættu einnig með henni.
Árið 2020 gerðu sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum samkomulag við Hagstofuna um samfélagsgreiningu á Suðurnesjum sem yrði haldið áfram í fjögur ár. Árið 2021 kom svo út skýrsla sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en markmið hennar var að kanna lífsgæði, líðan og viðhorf íbúa á Suðurnesjum.
Sjálfbærniráð þakkar mjög góða kynningu. Samfélagsgreiningin er mikilvæg fyrir Reykjanesbæ og veitir góða innsýn um samfélagið. Ráðið sér mikinn hag í áframhaldandi greiningu og aukna nýtingu gagnanna en samningurinn rennur út í ár. Hægt væri að bæta við kosningaþátttöku íbúa við greininguna til frekari rýni.
Fylgigögn:
Samfélagsgreining á Suðurnesjum: lífsgæði, líðan og virkni íbúa
5. Atvinnustefna Reykjanesbæjar - umsögn (2023020501)
Atvinnu- og hafnarráð óskar eftir umsögn um drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024-2034.
Sjálfbærniráð felur Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni að skila inn athugasemdum ráðsins til atvinnu- og hafnarráðs.
Þóranna Kristín Jónsdóttir (B) lagði fram umsögn.
Fylgigögn:
Umsögn Þórönnu Kristínar Jónsdóttur (B)
6. Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136)
Reykjanesbær er ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum (Akureyri, Fjallabyggð, Reykhólahreppi og sveitarfélaginu Hornafirði) þátttakandi í verkefni sem snýr að aðlögun íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ásamt veðurstofunni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Rannís, Samtökum atvinnulífsins og Bændasamtökunum eru að undirbúa styrkumsókn til LIFE-áætlunar Evrópusambandsins til innleiðingar á aðlögunaráætlun Íslands vegna loftslagsbreytinga. Sveitarfélögunum fimm sem eru þátttakendur í C10 hefur verið boðið að taka þátt í umsókninni.
Sjálfbærniráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar erindinu í bæjarráð.
Fylgigögn:
Aðlögunaraðgerðir 2025-2029 vegna loftslagsbreytinga
LIFE-ICENAP - styrkumsókn vegna innleiðingar aðlögunaráætlunar Íslands vegna loftslagsbreytinga
7. Fundargerðir ráða (2023110092)
Farið var yfir fundargerðir ráða út frá sjálfbærnisjónarmiðum.
Engar athugasemdir komu frá fulltrúum sjálfbærniráðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2024.