55. fundur

23.10.2024 08:15

55. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. október 2024 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Guðni Ívar Guðmundsson, Guðný Ólöf Gunnarsdóttir, Hafsteinn Hjartarson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Þóranna Kristín Jónsdóttir boðaði forföll og sat Hafsteinn Hjartarson fundinn í hennar stað.
Aneta Grabowska boðaði forföll og sat Guðný Ólöf Gunnarsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021548)

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn og kynnti drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar. Bæjarráð óskar eftir umsögnum um stefnuna.

Formaður sjálfbærniráðs mun taka saman athugasemdir frá sjálfbærniráði og senda inn umsögn.

2. Sjálfbærniuppgjör Klappa (2021010385)

Sjálfbærniráð rýndi sjálfbærniuppgjör Klappa vegna ársins 2023 með tilliti til aðgerða til umbóta í kjölfar sjálfbærniuppgjörs.

3. Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi kynnti stöðu styrkumsóknar til LIFE-ICENAP vegna innleiðingar aðlögunaráætlunar Íslands vegna loftslagsbreytinga.

4. Flokkun í leik- og grunnskólum (2023060229)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi fór yfir flokkunarmál í leik- og grunnskólum í kjölfar innleiðingar á nýrri löggjöf um meðhöndlun úrgangs.

Sjálfbærniráð mun vinna málið áfram.

5. Fjármál sjálfbærniráðs (2024050440)

Farið yfir ráðstöfun fjármagns til sjálfbærnimála á árinu 2024.

6. Barna- og ungmennaþing (2023110099)

Í lok fundar fór sjálfbærniráð í heimsókn í 88 húsið og afhenti formlega flokkunartunnar sem settar hafa verið upp á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu, en það er hluti af aðgerðum til að bregðast við tillögum sem komu fram eftir barna- og ungmennaþing ungmennaráðs Reykjanesbæjar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.