56. fundur

29.11.2024 08:15

56. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 29. nóvember 2024 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Athena Júlía Józefudóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Þóranna Kristín Jónsdóttir.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Guðni Ívar Guðmundsson boðaði forföll.

1. Fjármál sjálfbærniráðs 2024 og undirbúningur fyrir 2025 (2024050440)

Farið yfir fjármál sjálfbærniráðs og nýtingu fjármagns til áramóta.

Önnu Karen Sigurjónsdóttur sjálfbærnifulltrúa er falið að vinna áfram í málinu.

2. Heimsókn til sorporkustöðva í Finnlandi (2024080177)

Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður sjálfbærniráðs og Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi sögðu frá heimsókn til sorporkustöðva í Finnlandi, en þær ásamt Ríkharði Ibsen voru fulltrúar Reykjanesbæjar í ferðinni. Fulltrúar frá sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kadeco, Isavia, Sorpu, Kölku, Sorpurðun Vesturlands og Víkurfréttum fóru í ferðina til að kynna sér starfsemi tveggja sorporkustöðva.

3. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)

Farið yfir næstu skref í vinnu við gerð lýðræðisstefnu.

4. Reykjaneshöfn - áætlun um meðferð og flokkun úrgangs (2023110128)

Áætlun Reykjaneshafnar um móttöku úrgangs og farmleifa var samþykkt í atvinnu- og hafnarráði Reykjanesbæjar 14. nóvember sl. og var afgreiðsla ráðsins staðfest í bæjarstjórn 19. nóvember. Sjálfbærniráð kom að vinnslu áætlunarinnar með atvinnu- og hafnarráði og sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs.

Sjálfbærniráð lýsir ánægju með áætlunina. Starfsfólk og kjörin ráð sveitarfélagsins eru hvött til að hafa samráð við sjálfbærniráð þegar kemur að málefnum sem tengjast sjálfbærni.

Fylgigögn:

Reykjaneshöfn - áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa

5. Kosningar og fyrirkomulag (2024010180)

Rætt um áframhaldandi greiningu á kosningaþátttöku og hugmyndir ráðsins að næstu kosningaskýrslu.

6. Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2019090067)

Umhverfis og skipulagsráð óskar eftir umsögn sjálfbærniráðs um samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar.

Formaður sjálfbærniráðs mun taka saman athugasemdir frá nefndarmönnum ef einhverjar eru og koma þeim til skila.

7. Samþykkt um götu- og torgsölu - drög til umsagnar (2024090334)

Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögn sjálfbærniráðs um samþykkt Reykjanesbæjar um götu og torgsölu.

Formaður sjálfbærniráðs mun taka saman athugasemdir frá nefndarmönnum ef einhverjar eru og koma þeim til skila.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:47. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2024.