57. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. desember 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Guðni Ívar Guðmundsson, Guðný Ólöf Gunnarsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Athena Júlía Józefudóttir boðaði forföll og sat Guðný Ólöf Gunnarsdóttir fundinn í hennar stað.
1. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)
Farið var yfir stöðu flokkunar á starfsstöðvum innan Reykjanesbæjar. Sjálfbærnifulltrúi sendi könnun um stöðu flokkunar til allra starfsstöðva og hefur töluvert borist af svörum. Sjálfbærniráð hvetur forstöðumenn sem ekki hafa svarað könnuninni til að senda inn svör sem fyrst.
Málið verður unnið áfram.
2. Kosningar og fyrirkomulag (2024010180)
Vinna við næstu kosningaskýrslu um bætta þátttöku. Rætt um kosningaþátttöku í nýafstöðnum alþingiskosningum og fyrirkomulag kosninga.
Málið verður unnið áfram.
3. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)
Vinna við lýðræðisstefnu. Rætt um upplýsingagjöf og markaðssetningu sveitarfélagsins og hvaða leiðir er hægt að fara til að ná til mismunandi samfélagshópa.
Málið verður unnið áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2025.