59. fundur

26.03.2025 08:15

59. fundur sjálfbærniráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 26. mars 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Athena Júlía Józefudóttir, Guðni Ívar Guðmundsson og Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Að auki sátu fundinn Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Þóranna Kristín Jónsdóttir boðaði forföll.

1. Lýðræðisstefna Reykjanesbæjar (2023030124)

Kristrún Björgvinsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Reykjanesbæjar, mætti á fundinn.

Rætt var um hvaða leiðir er best að fara til að ná til sem flestra íbúa. Sjálfbærniráð mun vinna málið áfram með markaðs- og kynningarfulltrúa.

2. Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136)

Farið yfir hugmyndir að aðgerðum og næstu skref í vinnunni.

3. Kosningar og fyrirkomulag (2024010180)

Farið yfir drög að kosningaskýrslu. Stefnt er að því að fara yfir lokadrög á næsta fundi.

4. Samræmd flokkun starfsstöðva Reykjanesbæjar (2023110097)

Bæjarráð fól sjálfbærnifulltrúa að vinna áfram að samræmingu flokkunar hjá stofnunum sveitarfélagsins og verður farið í að kanna þörf fyrir heildarútboð á sorpílátum í kjölfarið.

5. Sjálfbærnivika á Suðurnesjum (2025030372)

Unnið er að undirbúningi sjálfbærniviku á Suðurnesjum í tengslum við fánadag heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í september. Viðburðinum er ætlað að vekja athygli á sjálfbærnimálum og auka þekkingu almennings á málefninu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:06. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. apríl 2025.