6. fundur

19.02.2020 15:00

6. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. febrúar 2020 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Framfaravog sveitarfélaganna (2019051066)

Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufulltrúi, mætti á fundinn og kynnti vísitölu félagslegra framfara (Social Progress Imperative) og niðurstöður úttektar sem þrjú sveitarfélög; Kópavogur, Reykjanesbær og Árborg stóðu sameiginlega að undir heitinu Framfaravog sveitarfélaganna og gerð var samkvæmt verkferlum vísitölunnar.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um Framfaravog sveitarfélaganna

2. Verkefni og starfsemi Heklunnar, Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja og Sóknaráætlunar Suðurnesja (2020021360)

Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Heklunnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, mætti á fundinn og kynnti verkefni og starfsemi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja og Sóknaráætlunar Suðurnesja.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða vef Heklunnar, atvinnuþróunarsjóðs Suðurnesja

3. Rafræn stjórnsýsla (2019110248)

Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, gerði grein fyrir stöðu mála varðandi íbúaapp.

4. Íbúalýðræði (2019100329)

Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, kynnti stöðu verkefnis um íbúavef.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má sjá dæmi um íbúavef

5. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (2019051904)

Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, kynnti Suðurnesjavettvang, samráðsvettvang sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco um samfélagslega ábyrgð á Suðurnesjum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2020.