9. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 20. maí 2020 kl. 15:00
Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Stafræn þjónusta og samfélagsmiðlar (2019110248)
Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir innleiðingu stafrænnar þjónustu og samfélagsmiðla hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
2. Betri Reykjanesbær (2019100329)
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og kynnti verklag við vinnslu hugmynda á samráðsvefnum Betri Reykjanesbær. Einnig fór hún yfir kostnað við innleiðingu apps.
3. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn og kynnti tillögur að nálgun, viðfangsefnum og markmiðum Umhverfisstefnu Reykjanesbæjar.
Framtíðarnefnd mun fara yfir tillögurnar og leggja fram umsögn á næsta fundi nefndarinnar.
4. Kísilverksmiðja í Helguvík (2019051551)
Málinu frestað til næsta fundar framtíðarnefndar.
Fylgigögn:
Kísilverksmiðja í Helguvík - endurbætur, frummatsskýrsla
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2020.