14. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. nóvember 2024 kl. 14:00
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Birgir Már Bragason, Guðmundur Björnsson og Sigurður Garðarsson.
Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Harpa Björg Sævarsdóttir, Grétar I. Guðlaugsson og Gissur Hans Þórðarson boðuðu forföll.
1. Leikskólinn Völlur – kostnaðaráætlun framkvæmda 2025 (2023110251)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti kostnaðaráætlun verksins.
Lögð verður áhersla á að fara í útskiptingu á gluggum og hurðum ásamt utanhússklæðningu á framhlið skólans og báðum göflum, beðið verður með þær utanhússframkvæmdir sem snúa að innigarðinum.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
2. Leikskólinn Heiðarsel – kostnaðaráætlun framkvæmda 2025 (2023090465)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti heildarkostnaðaráætlun og áætlun fyrir hverja deild fyrir sig. Út frá áætlunum og því fjármagni sem úthlutað hefur verið verður umfang framkvæmda 2025 ákveðið.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
3. Hljómahöll – breytingar á innra skipulagi (2024110108)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu gerði grein fyrir málinu. Áætlaður er flutningur bókasafns Reykjanesbæjar frá Tjarnargötu 12 í Hljómahöll á fyrsta ársfjórðungi 2025. Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu vegna geymsluhúsnæðis.
Stjórn eignasjóðs styður fyrirliggjandi tillögu og felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna málið áfram.
4. Holtaskóli – staða verks og dreifing verkþátta (2022120120)
Farið yfir verkstöðu og dreifingu verkþátta. Kynnt var niðurstaða frá fundum með sviðsstjóra menntasviðs og skólastjórnendum um hvort sá niðurskurður sem hefur áður verið kynntur og dreifing verkþátta hafi áhrif á starfsemi skólans árið 2025.
Stjórn eignasjóðs samþykkir að unnið verði eftir þeirri áætlun sem kynnt var fyrir sviðsstjóra menntasviðs og skólastjórnendum.
5. Myllubakkaskóli – staða verks og dreifing verkþátta (2021050174)
Farið yfir verkstöðu og dreifingu verkþátta. Kynnt var niðurstaða frá fundum með sviðsstjóra menntasviðs og skólastjórnendum um hvort sá niðurskurður sem hefur áður verið kynntur og dreifing verkþátta hafi áhrif á starfsemi skólans árið 2025.
Stjórn eignasjóðs samþykkir að unnið verði eftir þeirri áætlun sem kynnt var fyrir sviðsstjóra menntasviðs og skólastjórnendum.
6. Skólavegur 1 – staða framkvæmda og fjármála (2023030581)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti breytingar sem urðu á framkvæmdum við Skólaveg 1 ásamt því að fara yfir ákvarðanir og færa rök fyrir þeim breytingum sem hafa haft í för með sér kostnaðaraukningu á verkinu. Farið var yfir stöðu verks ásamt yfirferð á fjármálum og gerð grein fyrir þeim kostnaði sem kominn er á móti því sem áætlað var.
7. Leikskólinn Asparlaut – staða framkvæmda og fjármála (2021120081)
Farið yfir stöðu verks ásamt kostnaði.
8. Drekadalur – staða framkvæmda og ágreiningsmála (2022100203)
Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir og skil á verkinu.
9. Fjárfestingaverkefni eignaumsýslu 2024 - staða fjármagns (2023090466)
Farið yfir samantekt kostnaðar vegna fjárfestingaverkefna 2024.
10. Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum - beiðni um umsögn (2024080039)
Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og kynnti verkefnið.
Formaður stjórnar eignasjóðs mun taka saman athugasemdir frá nefndarmönnum og koma þeim til skila.
11. Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2019090067)
Umhverfis og skipulagsráð óskar eftir umsögn stjórnar eignasjóðs um „Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar“.
Formaður stjórnar eignasjóðs mun taka saman athugasemdir frá nefndarmönnum og koma þeim til skila.
12. Samþykkt um götu- og torgsölu - drög til umsagnar (2024090334)
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögn stjórnar Eignasjóðs um „Samþykkt Reykjanesbæjar um götu og torgsölu“.
Formaður stjórnar eignasjóðs mun taka saman athugasemdir frá nefndarmönnum og koma þeim til skila.
13. Háaleitisskóli – stækkun skólans fjármögnuð með sölu á frístundahúsinu (2024100195)
Unnar Stefán Sigurðsson skólastjóri Háaleitisskóla mætti á fundinn og kynnti hugmynd um hvernig hægt er að stækka skólann svo aðbúnaður og aðgengi verði betra fyrir frístundastarfið auk þess sem stækkunin verði nýtt fyrir kennslu.
Deildarstjóra eignaumsýslu er falið að vinna málið áfram.
14. Fjárfestingaverkefni eignaumsýslu 2025 – yfirferð fjárfestinga verka (2024090522)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti áætlaðar fjárfestingar árið 2025.
15. Hlévangur, Faxabraut 13 - beiðni um ástandsskoðun (2024040173)
Lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir ástandsskoðun á húsnæðinu að Faxabraut 13, sem nú hýsir hjúkrunarheimilið Hlévang.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2024.