17. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. febrúar 2025 kl. 14:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Birgir Már Bragason, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson, Sigurður Garðarsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Háaleitisskóli – hönnun og kostnaðaráætlun stækkunar (2024100195)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir hönnun og kostnaðaráætlun vegna stækkunar á Háaleitisskóla sem og mat á áætluðu söluverði á Breiðbraut.
Stjórn eignasjóðs samþykkir að farið verði í framkvæmdir við stækkun á Háaleitisskóla samkvæmt framlögðum teikningum og kostnaðaráætlun frá OMR verkfræðistofu dags. 18. febrúar 2025. Gert er ráð fyrir að búnaður sem til staðar er í núverandi húsnæði Háaleitisskóla að Breiðbraut 645 verði nýttur og er búnaður því ekki inni í samþykktum kostnaði. Einnig er samþykkt að selja húsnæðið að Breiðbraut 645.
2. Leikskólinn Drekadalur - staða framkvæmda og áætlaður heildarkostnaður (2022100203)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu framkvæmda við leikskólann Drekadal og áætlaðan heildarkostnað.
Stjórn eignasjóðs leggur til að sett verði í forgang að framkvæmdum við leikskólann Drekadal verði lokið að fullu. Gætt verði að því að kostnaður fari ekki yfir þær fjárheimildir sem úthlutað hefur verið í fjárfestingaáætlun með því að forgangsraða verkefnum og er deildarstjóra eignaumsýslu falið að finna leiðir til þess.
3. Myllubakkaskóli - yfirferð og staða framkvæmda (2021050174)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu verksins ásamt fjárflæði.
4. Holtaskóli – yfirferð og staða framkvæmda (2022120120)
Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu verksins ásamt fjárflæði.
5. Hljómahöll - hönnun á viðbyggingu og gróft kostnaðarmat (2024110108)
Fyrsta tillaga að stækkun Hljómahallar sem send var í grenndarkynningu á síðasta ári fékk töluverðar athugasemdir frá íbúum sem bregðast þurfti við. Því var ákveðið að stækkunin yrði ekki færanlegar einingar heldur verður byggt við núverandi húsnæði. Sú hönnun hefur verið unninn og gögn send á skipulagsfulltrúa sem hefur farið með málið í grenndarkynningu.
Fylgigögn:
Bókasafn - nýjar teikningar
Hljómahöll - viðbygging
6. Viðhalds- og fjárfestingaáætlun 2025 (2024090522)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir helstu verkefni ársins 2025 í viðhaldi sem og fjárfestingum.
7. Nesvellir 4 - stækkun á framreiðslueldhúsi (2023070388)
Ákveðið var á síðasta fundi með fulltrúum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu að fullklára hönnun á stækkun framreiðslueldhúss. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kostnaðarskiptingu á milli aðila en formlegt samtal um kostnað verksins á eftir að eiga sér stað. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í vor eða sumar.
Fylgigögn:
Framreiðslueldhús í þjónustumiðstöð - tillaga
8. Grænásbraut 910 - staða framkvæmda og áætlaðir flutningar starfsfólks (2023030333)
Áætlað er að framkvæmdum við breytingu á skrifstofurýmum sem og breytingum á því svæði sem nú er notað undir leikskólastarf Drekadals ljúki á fyrstu vikum marsmánaðar. Áætlaðir flutningar starfsfólks eru í byrjun mars.
Fylgigögn:
Grænásbraut 910, ráðhús - tillaga
9. Fyrirkomulag beiðna forstöðumanna og húsumsjónarmanna til eignaumsýslu (2023080045)
Farið var yfir verkferla beiðnakerfis frá forstöðumönnum stofnana til eignaumsýslu.
10. Verkefni eignaumsýslu - verkferlar almennra búnaðarkaupa (2023080045)
Verkferlar vegna búnaðarkaupa nýframkvæmda sem og stærri viðhaldsframkvæmda hafa ekki verið í föstum skorðum. Skipurit fyrir verkferli sem ætla má að leysi vandamálið lagt fram.
11. Leikskólinn Garðasel (2023100188)
Málinu frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. mars 2025.