163. fundur

15.10.2014 23:57

163. fundur Umhverfis- og Skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 15. október 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00.

Mættir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Magnea Guðmundsdóttir,  Arnar Ingi Tryggvason, Þórður Karlsson,  Erlingur Bjarnason, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri, Einar Júlíusson byggingarfulltrúi og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.

1. Fundargerðir samráðsnefndar byggingarfulltrúa 202,203,204 (2014010203)
Undir fundargerð nr. 204 í máli númer 5. óskar ráðið eftir sérstakri afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. Greniteigur 53 - umsókn um að setja upp auglýsingarskjá (2014090337)
Eigendur á Greniteig 53 óska eftir að setja upp auglýsingarskjá á norðurhlið hússins. Sjá meðfylgjandi greinargerð.

Málinu er vísað til umsagnar lögreglu og afgreiðslu framkvæmdastjóra USK í samræmi við skiltareglugerð.

3. Aðgengi á Iðavöllum (2014100159)
Lögð fram tillaga af umferðarskipulagi og gangstíg á mótum Iðavalla og Smiðjuvalla, ásamt kostnaðaráætlun við þá framkvæmd.

Framkvæmdarstjóra falið að setja út lóðarmörk og tryggja að gönguleiðir um Iðavelli og Smiðjuvellir verði greiðar, og fara í aðgerðir til minnka hraða til að auka öryggi gangandi vegfaranda.

4. Erindi frá íbúum á Hlíðarvegi (2014100161)
Íbúar við Hlíðarveg 12-88 óska eftir að bærinn geri við heimreiðar við raðhúsin. meðfylgjandi er undirskriftalisti íbúa ásamt skýringum með þessari beiðni. Einnig er óskað eftir íbúafundi þar sem svör verði gefin varðandi málið.

Ráðið hafnar erindinu þar sem heimreiðirnar eru innan lóðamarka raðhúsanna. Framkvæmdastjóra og formanni falið að funda með fulltrúum íbúa og gera grein fyrir málinu.

5. Grænásbraut 10  (2014070079)
Mál áður á dagskrá 10. júlí 2014.
Pro parts ehf. óskar eftir stækkun á lóð sinni skv. meðfylgjandi tillögu. Lóðarhafar gera ráð fyrir að hafa opið útivistarsvæði með settjörn og svæðisgróðri á þessari stækkun.
Einnig óska þeir eftir afnotarétti að gömlum vatnstönkum norðan við lóðina, sjá meðfylgjandi gögn um nýtingartillögur.

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að stækkun lóðar en hafnar ósk um afnotarétti af gömlu vatnstönkunum norðan við lóðina.

6. Aðalskipulag í Garði (2014030389)
Er í auglýsingu og umsagnarfrestur er til 17. nóv. Lögð fram skipulagstillaga og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum. Brugðist hefur verið við flestum athugasemdum Reykjanesbæjar frá því í mars s.l.

Ráðið gerir ekki frekari athugasemdir við skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu,.

7. Deiliskipulag sunnan Fitja (Vogshóll  - Sjónarhóll) (2010120018)
Óskað er eftir heilmild til auglýsingar skv. 41. gr laga nr. 123/2010

Ráðið samþykkir heimild til auglýsingar.

8. Austurgata 10 umsókn um byggingu anddyris (2014100163)
Júlíus Daníelsson óskar eftir leyfi til að byggja 4,3m2 anddyri norðan við hús sitt Austurgötu 10. Umsóknin var send í grenndarkynningu og barst meðfylgjandi athugasemd frá nágranna.
Ráðið samþykkir umsókn eigenda Austurgötu 10 um byggingu anddyris.
Ráðið leggur til að lóðarhafar afmarki lóðir sínar.

9. Framnesvegur 11 - deiliskipulag (2014100164)
Gerðar ll ehf. óska eftir heimild til að gera deiliskipulag á lóðinni Framnesvegi 11.

Ráðið frestar erindinu og óskar eftir fundi með forsjármönnum verkefnisins.

10. Staðan á fasteignum Íbúðarlánasjóðs í Reykjanesbæ (2014010200)
Framkvæmdastjóri fór yfir minnisblað um stöðu og nýtingu eigna Íbúðalánasjóðs. USK mun kortleggja eignasafnið og stöðu eignanna og mun framkvæmastjóri funda með Íbúðalánasjóði um framhaldið.  Sjá fskj.

11. Starfsáætlun USK 2015 (2014100165)
Áætlunin lögð fram til kynningar á fundinum.

Framkvæmdastjóri fór yfir starfsáætlunina og gerði grein fyrir fjárhagsáætlunarvinnu USK.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2014.
Samþykkt 11-0 að vísa 5. máli samráðsnefndar frá 11/9´14 til bæjarráðs.  Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.