168. fundur

11.02.2015 00:00

168. fundur Umhverfis- og Skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 11. febrúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Grétar Ingólfur Guðlaugsson varamaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.


1. 209. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa (2015020156)
Fundargerðin lögð fram.

2. Athugasemdir frá umsagnaraðilum vegna Lýsingar á deiliskipulagi Reykjanesi (2014090069)
Lýsingin var auglýst í VF og Lögbirtingi til kynningar 22.janúar til 11.febrúar sl. Einnig var hún send 9 umsagnaraðilum (sjá fundargerð USK 14.janúar sl) Engar almennar athugasemdir bárust en umsagnir og athugasemdir frá 4 umsagnaraðilum, sem hér fylgja með.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir með Skipulagsstofnun að breyta heiti skipulagsins úr Deiliskipulag Reykjanes og nágrenni í Deiluskipulag Reykjanesvita og nágrennis og bendir á friðlýsingu Reykjanesvita og nágrennis. Umsagnir áframsendar til skipulagshöfunda.

3. Aðalskipulag Reykjanesbæjar (2015020120)
Endurskoðun

Ráðið leggur til að farið verður í endurskoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar.

4. Umsögn SIS - tillaga að landsskipulagsstefnu (2014080172)
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að koma með athugasemdir er til 13. febrúar 2015. Tillagan var lögð fram á fundi USK-ráðs 14. janúar sl. Hér meðfylgjandi er umsögn Sambands Íslenskra Sveitafélaga um tillöguna.

Ráðið tekur undir tillögu SIS.

5. Fundargerðir 1 og 2 frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja 2008-2024 (2015020131)
Lagt fram

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Vallarás 22 umsókn um lóð (2015020157)
Doddson ehf. Vallarás 19 sækir um lóðina Vallarás 22 undir einbýlishús.

Samþykkt að úthluta Doddson ehf. Vallarás 22.

7. Önnur mál (2015010113)
Framkvæmdarstjóra falið að undirbúa íbúaþing um umhverfis- og skipulagsmál í Reykjanesbæ á vordögum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.