169. fundur Umhverfis- og Skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 11. mars 2015 að Tjarnargata 12, kl: 17:00
Mættir : Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Grétar Ingólfur Guðlaugsson varamaður, Ómar Jóhannsson varamaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi og Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdastjóri. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.
1. 210. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa (2015020156)
Lagt fram.
2. Breyting á deiliskipulagi í Helguvík-heimild til auglýsingar (2014080123)
Lögð fram breytingatillaga af deiliskipulagi Helguvíkur ásamt greinagerð og umhverfisskýrslu. Breytingin fellst aðallega í sameiningu lóða vegna byggingar kísilvers á lóðinni Berghólabraut 8. Einnig er lóðin Stakksbraut 1 aflögð og henni skipt niður í 5 lóðir við Berghólabraut. Lóðin Stakksbraut 4 er minnkuð og henni snúið. Gert er ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að Stakksbraut 7 og nýrri lóð nr.15 og einnig að nýjum lóðum við Berghólabraut. (sjá að öðru leiti inngang í meðfylgjandi greinagerð). Niðurstaða athugunar á samlegðaráhrifum styrks SO2 frá Álveri og kísilverksmiðjunum tveim gefa ekki ástæðu til að ætla að hann fari yfir reglugerð utan þynningarsvæðis en vegna óvissuþátta í útreikningum gefa tilefni til vöktunar eftir að starfsemi hefst.
Samþykkt að senda gögnin til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Sveitafélaginu Garði og Sandgerðisbæ. Einnig samþykkt að auglýsa skipulagstillöguna með fylgigögnum, skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt fyrir sviðsstjóra að leitast til um samstarf við Umhverfisstofnun um opinn kynningarfund fyrir íbúa.
3. Breytingar á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar. Verkefnalýsing og drög af breytingartillögu (2015030093)
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
4. Fundargerð stjórnar Reykjanesjarðvangs ses (2015030107)
Lagt fram.
5. Breyting á deiliskipulagi Grófin- Berg- Athugasemdir (2014010207)
Hótel Berg ehf. lagði fram skipulagsbreytingu á deiliskipulagi Grófar og Bergs. Breytingin fellst í sameiningu lóðanna Bakkavegs 17 og 19 og stækkun hótels inn á lóð nr. 19. Tillagan var auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr.123/2010 frá 22. janúar til 5. mars 2015. Sameiginlegar athugasemdir bárust frá íbúum við Bakkaveg og athugasemd barst frá eiganda Bergvegs 16.
Sveinn Númi Vilhjálmsson vék af fundi undir þessum lið.
Svör við athugasemdum íbúa við Bakkaveg:
Athugasemdir eru gerðar við aukna umferð, aukið ónæði og áframhaldandi rýrnun fasteignaverðs í götunni.
Eins og fram kemur í deiliskipulagi er ný aðkoma að hótelinu norðan við það og aðalinngangur og bílastæði verða þar í framtíðinni. Með þessu er leitast við að lágmarka umferð og ónæði í íbúðarhluta Bakkavegs.
Svör við athugasemdum eigenda Bergvegs 16:
Athugasemdir eru varðandi skert útsýni milli Bakkavegs 17 og 19 og að ný bílastæði þrengi að þeim.
Eins og fram kemur á sniði í deiliskipulagsuppdrætti þá er gert ráð fyrir að tengibygging verði lágreist á einni hæð og er það ítrekað við húsbyggjanda hér með. Einnig verður gólfkóti sá sami og á nr. 17 eða um 1.7 m neðar en gólfkóti nr.19. Við þetta ætti núverandi útsýni nánast að haldast. Varðandi bílastæðin þá eru þau í um 70 m fjarlægð frá Bergveg 16 og verða að auki niðurgrafin um ca. 1.5 m sem dregur úr sjón og hljóð áhrifum. Ekki er sjáanlegt að þetta þrengi að viðkomandi.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.