173. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. júní 2015 að Tjarnargötu 12 kl: 17:00
Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Grétar Ingólfur Guðlaugsson varamaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.
1. Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna byggingar hringtorgs á Reykjanesbraut við Fitjar (2015060056)
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð hringtorgs á Reykjanesbraut við Fitjar. Framkvæmdatími er áætlaður frá júlí - október 2015.
Framkvæmdaleyfi samþykkt.
2. Sjónarhóll 4 umsókn um lóð fyrir gervihnattamóttakara (2015060072)
ÍAV hf. sækir um lóðina Sjónarhóll 4 (Patterson-svæði) undir gerfihnattamóttakara.
Notkun þessi samræmist skipulagsskilmálum á þessu svæði og lóðin er á samþykktu deiliskipulagi, sviðstjóra falið að vinna málið áfram.
3. Grundarvegur 23 - breytt notkun (2015060073)
Rent fasteignir ehf. óskar eftir leyfi til að breyta notkun Grundarvegs 23 (gamla sparisjóðshúsinu í Njarðvík). Fyrirhugað er að í fasteigninni verði gisting á 2. og 3. hæð og kaffihús/matsölustaður/gisting á jarðhæð.
Samkvæmt fasteignaskrá er notkun eignarinnar skráð banki og skrifstofur. USK-ráð tekur vel í erindið en sækja þarf um byggingarleyfi hjá byggingarfulltrúa með tilheyrandi gögnum.
4. Masterplan Keflavíkurflugvallar (2015040003)
Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri kynnti.
5. Drög að fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Reykjanesbæjar 2016 (2015060088)
Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri kynnti.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2015.