Mættir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Erlingur Bjarnason varamaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson verkfræðingur, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjórinn og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Flokkunarmál í Reykjanesbæ (2016010178)
Gestir Jón Norðfjörð og Birgir Bragason
Ráðið þakkar Jóni og Birgi góða kynningu.
2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 219 (2016010191)
Lagt fram.
3. Hafnargata 19 - 21 (2015110111)
Tvíhorf-arkitektar spurðust fyrir hvort leyfð yrði 4.hæða bygging ofan á húsin nr.19, 19a og 21 við Hafnargötu og einnar hæðar bygging á baklóð nr. 21. Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
4. Guðnýjarbraut 12 - 14 (2016020082)
JC Capital spyrst fyrir hvort leyft yrði að breyta tveim einbýlishúsalóðum fyrir 2. hæða hús við Guðnýjarbraut 12 og 14 í eina fjölbýlishúsalóð fyrir 2 - 2,5 hæða hús með 5 íbúðum.
Hafnað. Í þessum botnlanga eru eingöngu einbýlishús og þeirri stefnu verður haldið, en ráðið bendir á að lóðir fyrir sambærileg hús eru lausar annars staðar.
5. Tillaga að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013 - 2030 (2015080295)
Óskað er eftir umsögnum og /eða ábendingum við tillögu að aðalskipulagi eigi síðar en 23. febrúar 2016.
Ráðið fagnar komandi uppbyggingu og óskar eftir góðri samvinnu um svæðið sem liggur að skipulagssvæði Reykjanesbæjar. Bent er á innsláttarvillu á bls. 29 í greinargerð þar sem vísað er í aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008 - 2004 en á að vera 2024.
6. Iðavellir 3b (2016020083)
Matarlyst óskar leyfis til að breyta notkun 2. hæðar Iðavalla 3b úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, sjá meðfylgjandi drög að innra skipulagi. Málinu var frestað á síðasta fundi vegna öflunar frekari upplýsinga.
Iðavellir 3 er á athafnasvæði skv. aðalskipulagi en þar er hvorki bannað né leyft íbúðarhúsnæði og er það því háð mati ráðsins á aðstæðum hvort slík breyting sé leyfð.
Í þessu tilviki er um vandað hús að ræða með snyrtilegri lóð og mengunarlausri starfsemi í öðrum húshlutum án hávaðamengunar. Áður hefur verið gefið út leyfi fyrir samsvarandi breytingu í húshluta 3f.
Að framantöldum ástæðum þá veitir umhverfis- og skipulagsráð, fyrir sitt leyti, heimild til þessarar breytingar en bendir á að áður en byggingarleyfi er útgefið þá þurfa a.m.k. 2/3 eigenda að samþykkja framkvæmdina skv. lögum um fjöleignarhús.
Einnig þarf útfærsla breytinga að vera skv. byggingarreglugerð.
7. Tjarnarbakki 2 (2016020084)
Sólhof ehf. sækir um lóðina Tjarnarbakki 2 undir fjölbýlishús
Lóð þessi er nú þegar jarðvegsskipt og þar sem fleiri aðilar hafa sýnt áhuga á henni er samþykkt að auglýsa eftir tilboðum í hana.
8. Smiðjuvellir 4 (2016020085)
OMR verkfræðistofa sækir um lóðina Smiðjuvellir 4 undir skrifstofu- og þjónustuhúsnæði.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er lóð þessi frátekin fyrir leikskóla og því ekki til úthlutunar að þessu sinni.
9. Deiliskipulag Hlíðahverfis - athugasemdir Skipulagstofnunar (2015100139)
Hér meðfylgjandi er bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.febrúar 2016 varðandi afgreiðslu deiliskipulags Hlíðarhverfis þar sem hún gerir athugasemd við að sveitastjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um samþykkt deiliskipulagsins (sjá meðfylgjandi bréf með athugasemdum og ábendingum).
Lagður fram lagfærður uppdráttur ásamt skipulags- og byggingarskilmálum dags 8.2.2015, þar sem tekið er tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar. Varðandi afmörkun deiliskipulagsins þá er henni breytt í samræmi við deiliskipulag kvosarinnar sunnan við Baugholt og Háaleiti. Samþykkt að senda Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja deiliskipulagið til umsagnar.
10. Framkvæmdir 2016 - sviðsstjóri fer yfir stöðu mála (2016010178)
Sviðsstjóri fór yfir framkvæmdir 2016.
11. Skipulagsmál (2016010178)
Drög að deiliskipulagi við Flugvelli.
Lagt fram.
12. Frá Orkustofnun: Beiðni um umsögn um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum á Reykjanesskaga (2016010727)
Lagt fram erindi frá Orkustofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum á Reykjanesskaga.
Svæðið EL01 á Reykjanesi nær aðeins inn á land Reykjanesbæjar en sá partur er á vatnsverndarsvæði skv. aðalskipulagi. Því heimilar Reykjanesbær eingöngu vettvangsrannsóknir án jarðrasks, sýnatöku og kortlagningu á þessu stigi en ef til kemur að fara eigi í kjarnaborun eða annað jarðrask þá skal sækja um framkvæmdaleyfi til Reykjanesbæjar hverju sinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar nk.