182. fundur

08.03.2016 00:00

182. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 8. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.

Mættir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Arnar Ingi Tryggvason varamaður, Grétar Guðlaugsson varamaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Engjadalur 6, breyta bílgeymslum í íbúðir (2016030093)
Sparri ehf. óskar leyfis til að breyta 8 bílgeymslum í 4 íbúðir við fjölbýlishúsið að Engidal 6. Hver íbúð yrði 61 m2 og öll útfærsla yrði í samráði við byggingar- og skipulagsyfirvöld.

Þessi breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því samþykkt skv. 44. gr. 3. málsgrein skipulagslaga nr.123/2010.

2. Leirdalur 29 - 37, breyta 2h einbýli í tvíbýlishús (2016030094)
Bjarkardalur ehf. óskar leyfis til að breyta fimm uppsteyptum 2h einbýlishúsum að Leirdal 29 - 37 í tvíbýlishús,
Einnig er óskað eftir viðræðum við Reykjanesbæ um kaup á lóðunum Leirdalur 7 - 27.

Þessi breyting á Leirdal 29 - 37  varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því samþykkt skv. 44. gr. 3. málsgrein skipulagslaga nr.123/2010.
Varðandi viðræður um kaup á lóðunum Leirdalur 7 - 27 er því vísað til bæjarráðs.

3. Lerkidalur 2 - 48 og Víðidalur 34 - 64, grenndarkynning - athugasemdir (2016030095)
Sveinbjörn Sigurðsson hf. lóðarhafi að Lerkidal 2-48 og Víðidal 34-64 fyrir raðhús á tveimur hæðum, óskar eftir að hafa húsin einlyft í stað tveggja hæða og fjölga íbúðum úr fjórum í fimm á hverri lóð. Málið var sent í grenndarkynningu (sjá meðfylgjandi gögn) og bárust athugasemdir frá tveimur húseigendum.

Varðandi athugasemd íbúa við Víðidal, þar sem rætt er um aukna umferð, þá verður það ekki séð að umferð aukist mikið þegar byggingarmagn er minnkað um 40% og varðandi sameinaðar innkeyrslur þá fækkar innkeyrslum úr 4 í 2 sem dregur úr árekstrar hættupunktum. Varðandi athugasemdir íbúa við Lerkidal þá er samþykkt að taka út ákvæði varðandi skjólvegg og skyggni yfir einu stæði en að öðru leyti vísað í meðfylgjandi greinargerð teiknistofunnar Hrafnsins vegna athugasemdanna, sem er hér meðfylgjandi.
Að öðru leyti er breytingin samþykkt.

4. Framnesvegur 11, deiliskipulag (2016010180)
Vatnsnessteinn ehf. óskaði eftir að meðfylgjandi tillaga af deiliskipulagi lóðarinnar Framnesvegur 11 yrði auglýst og var hún auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. janúar til 3. mars 2016. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda tillögu að deiliskipulaginu til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

5. Hlíðahverfi deiliskipulag (2015100139)
Óskað var eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja á síðasta fundi

Heilbrigðiseftirlit gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 10. febrúar var farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og hefur verið tekið tillit til þeirra á uppdrætti og greinargerð.
Samþykkt að senda tillögu að deiliskipulaginu til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

6. Suðurvellir 7 - 9 breyting í íbúðir (2016030097)
Þroskahjálp á Suðurnesjum óskar leyfis til að breyta húsinu að Suðurvöllum 7 - 9 í 7 íbúðir samkvæmt meðfylgjandi teikningum Verkfræðistofu Suðurnesja.

Suðurvellir 7 - 9 stendur á reit fyrir þjónustustofnanir skv. aðalskipulagi. Samþykkt að senda í grenndarkynningu og í framhaldi breyta reit í íbúðabyggð við endurskoðun aðalskipulags, sem nú er í gangi, ef málið verður samþykkt.

7. Grófin 13, stækkun lóðar (2016030098)
Eigendur að Grófinni 13, óska eftir 2m stækkun lóðarinnar í átt að lóð nr. 9 - 11, þar sem áður var bílapartasala.

Samþykkt, lóðarblöðum verði breytt í samræmi við þessa stækkun.

8. Vallarás 16, umsókn um lóð (2016030099)
Tító ehf. sækir um lóðina Vallarás 16, undir byggingu einbýlishúss.

Samþykkt með fyrirvara um innköllun lóðar sem er í gangi.

9. Deiliskipulag Flugvalla (2015120057)
Lögð fram drög að deiliskipulagi Flugvalla til yfirferðar.

Skipulagsstjóra og sviðsstjóra falið að vinna áfram í deiliskipulaginu og leggja fram á næsta fundi.

10. Þyrlupallur á lóð við Byggðasafnið, ósk um viðræður við Reykjanesbæ (2016020434)
Hótel Keflavík óskar eftir viðræðum við Reykjanesbæ um möguleika þess að setja niður þyrlupall á lóðinni við Byggðasafnið á Vatnsnesi eða nágrenni þess.

USK-ráð telur að ekki sé landrými fyrir þyrlupall á þessu svæði, auk þess eru þarna íbúðar- og atvinnuhúsnæði allt um kring. Íbúar og starfsfólk yrði fyrir miklu áreiti vegna hávaðamengunar og slysahættu. Erindinu því synjað.

11. Undirgöng undir Reykjanesbraut  (2016030100)

Sviðsstjóri fór yfir hugmyndir um undirgöng undir Reykjanesbraut. Vonir standa til þess að framkvæmdir við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur með tengingu Ásbrúar við þjónustusvæði við Fitjar ljúki á þessu ári. Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þessum áfanga og þakkar starfsmönnum sviðsins og sviðsstjóra fyrir góða framgöngu í þessu mikilvæga umferðaröryggisverkefni.

12. Deiliskipulag Reykjanesvita og nágrennis, athugasemdir Skipulagsstofnunar (2014090069)

Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna athugasemda sem gerðar eru í meðfylgjandi bréfi hennar dags 29.janúar sl. Í meðfylgjandi skipulagsgögnum hefur verið brugðist við öllum athugasemdum nema umfjöllun um neysluvatn sem verður seinni tíma ákvörðun í samráði við HS Orku. Samþykkt að tillagan verði send til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Minjastofnunar til umsagnar.

13. Umsókn um lóðirnar Dalsbraut 2, 4, 6 og 8 (2016030117)
Híbýlaval ehf. sækir um lóðirnar Dalsbraut 2, 4, 6 og 8 undir fjölbýlishús á 2 - 3 hæðum.

Samþykkt.

 Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. mars 2016.