183. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 12. apríl 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 17:00.
Mættir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Grétar Guðlaugsson varamaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa nr: 220 frá 17. mars
Lagt fram.
2. Brekadalur 13, Lóðarumsókn
BT4 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 13 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.
3. Trönudalur 1-7, lóðarumsókn og breyting
Gó verk ehf. sækir um lóðirnar Trönudalur 1-7 undir raðhús á einni hæð. Samkvæmt deiliskipulagi eru þarna raðhús á tveim hæðum og er sótt um breytingu í eina hæð samhliða lóðarumsókn.
Erindinu hafnað þar sem þetta er ekki í samræmi við deiliskipulag. Endurskoðun á deiliskipulagi er í undirbúning.
4. Brekadalur 21-23, fyrirspurn um breytingu
Ómar Davíðsson spyrst fyrir hvort breyta megi þessum parhúsum í 4 íbúða hús.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir þessar lóðir en í tillögu er gert ráð fyrir einnar hæðar einbýlishúsum. Erindinu hafnað.
5. Leirdalur 7-27, lóðarumsókn og breyting
Bjarkardalur ehf. sækir um einbýlishúsa lóðirnar Leirdalur 7-27 og óskar eftir heimild til þess að fá að breyta skipulagi lóðanna í tvíbýlishús.
Þessar lóðir eru að hluta með sökklum og að hluta til jarðvegsskiptar og því ekki til venjulegrar úthlutunar heldur verður seldur byggingaréttur að þeim. Varðandi breytingu úr einbýli í tvíbýli, þá hefur borist undirskriftalisti frá öllum íbúum Leirdals og Hamradals þar sem fram kemur að þeir leggjast alfarið gegn þessari breytingu. Að framansögðu er erindinu hafnað. Endurskoðun á deiliskipulaginu er í undirbúning.
Una María Unnarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
6. Njarðarbraut 13, lóðastækkun
Hekla hf. sækir um 15m stækkun á lóð sinni Njarðarbraut 13 bæði til austurs og vesturs. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
7. Flugvellir, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Flugvalla til auglýsingar.
Samþykkt að deiliskipulagstillagan verði send til umsagnar til Landhelgisgæslu og Isavia og auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Víkingaheimar, tjaldstæði
Viking World sækir um leyfi til að gera tjaldstæði á lóð Víkingaheima. Einnig er er óskað eftir stuðningi við gerð tjaldstæðisins.
Samþykkt, sviðstjóra falið að ræða við umsóknaraðila.
9. Skrúðgarðurinn í Keflavík, vegna EM í fótbolta
Grúb Grúb ehf. sækja um aðstöðu í skrúðgarðinum yfir tímabil EM í fótbolta í sumar. Hugmyndin er að setja upp risa ledd skjá á staðinn með hljóðkerfi til að sína leikina frá mótinu.
Samþykkt. Umsóknaraðilar útfæri hugmyndina í samvinnu við Umhverfissvið.
10. Deiliskipulag Reykjanesvita og nágrennis, umsögn HES
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 8. mars sl. var farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og samþykkt að senda tillöguna til umsagnar HES.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Samþykkt að senda hana til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu með áorðnum breytingum vegna athugasemda hennar.
11. Suðurvellir 7-9, breyting í íbúðir
Þroskahjálp á Suðurnesjum óskar leyfis til að breyta húsinu að Suðurvöllum 7-9 í 7.íbúðir samkvæmt meðfylgjandi teikningum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 13.6.2014. Málið var sent í grenndarkynningu og tvö athugasemdabréf bárust sem hér er meðfylgjandi.
Í umsókninni er vísað í meðfylgjandi teikningar vegna þessara breytinga, en þar kemur fram að gerðar verði 6 íbúðir fyrir hreyfihamlaða með sameign og ein íbúð fyrir aðstoðarmann. Íbúar götunnar geta fallist á þessa breytingu miðað við þær forsendur sem umsóknin er grundvölluð á.
Umsókn er samþykkt eins og hún var borin upp með meðfylgjandi teikningum.
12. Bakkavegur 17, breyting á deiliskipulagi
Breytingin fellst aðallega í að nýta þakrými upphaflegu byggingarinnar til að gera innangengt milli nýrri bygginga á 2.hæðinni og laga þar með aðgengi fyrir alla því lyfta verður sett í áætlaða nýbyggingu á nr. 19 einnig er horfið frá frekari stækkunar möguleikum til norðurs og nýtingarhlutfall lækkar úr 0.44 í 0.41.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
13. Hljómahöll, skilti.
Erindinu frestað, sviðstjóra falið að ræða við umsóknaraðila.
14. Efling miðbæjarins
Hugmyndir og útfærslur á verkefninu ræddar. Frekari upplýsingar verða lagðar fram á næsta fundi ráðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2016.