184. fundur

10.05.2016 00:00

184. fundur umhverfis- og skipulagsráðs var Reykjanesbæjar var haldinn 10. maí 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 17.00.

Mættir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri og Einar Júlíusson byggingarfulltrúi. Guðni Jósep Einarsson aðalmaður boðaði forföll.

1. Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa frá 6. maí sl. nr. 201.

Fundargerð lögð fram og meðfylgjandi tillaga að verklagsreglum byggingarfulltrúa vegna óleyfisíbúða í bílgeymslum í Reykjanesbæ til afgreiðslu hjá  umhverfis- og skipulagsráði.

B: Meðfylgjandi verklagsreglur samþykktar.

 2. Hamradalur 3, Lóðarumsókn.

Tító ehf. sækir um lóðina Hamradalur 3 undir byggingu einbýlishúss.

Samþykkt.

 3. Brekadalur 13, umsóknir um lóð.

Þrjár umsóknir um lóðina Brekadalur 13 undir einbýlishús á 1-2. hæðum. Umsækjendur eru Hólmgrímur S Sigvaldason, BT4 ehf. og DHS ehf. sem sækir til vara um Brekadal 11.

Dregið var úr umsóknum og kom upp nafnið DHS ehf. sem fær lóðina úthlutaða.

 4. Tjarnarbraut 6, umsókn um lóð.

Tjarnarhverfi ehf. sækir um lóðina Tjarnarbraut 6. Undir fjölbýlishús.

 Samþykkt.

 5. Tjarnarbakki 2, umsókn um lóð.

Tjarnarhverfi ehf. sækir um lóðina Tjarnarbakki 2 undir fjölbýlishús.

Lóð hefur þegar verið úthlutað og því er erindinu hafnað.

 6. Bakkavegur 17, breyting á deiliskipulagi, grenndarkynning.

Breytingin fellst aðallega í að nýta þakrými upphaflegu byggingarinnar til að gera innangengt milli nýrri bygginga á 2. hæðinni og laga þar með aðgengi fyrir alla því lyfta verður sett í áætlaða nýbyggingu á nr.19. Einnig er horfið frá frekari stækkunar möguleikum til norðurs og nýtingarhlutfall lækkar úr 0.44 í 0.41. Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 12. apríl sl. var samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu.

Meðfylgjandi athugasemdir bárust frá húseigendum Bakkavegs 18. Þar er m.a. fjallað um umferð og að bílar snúi við í bílastæðum þeirra en rétt er að geta þess að bílastæðin vestan við Bakkaveg 18 eru í eigu Reykjanesbæjar og utan þeirrar lóðarinnar. Eins og fram kemur í bréfinu verður aðkoma að hótelinu að Norðanverðu sem mun draga úr umferð í efri hluta Bakkavegar.Varðandi kvöldsól og útsýni fyrir Mánabakka (Bakkavegur 21) þá má benda á að tilvonandi nýbygging á næstu lóð er 7m fjær lóðinni en það hús sem rifið var og 3m lægra. Einnig má benda á að í þessu deiliskipulagi er byggingarreitur minnkaður um 226m2.

Deiliskipulagsbreytingin samþykkt sem óveruleg breyting skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og sendist Skipulagsstofnun.

 7. Njarðarbraut 13, lóðarstækkun, grenndarkynning.

Hekla hf. sækir um 15m stækkun á lóð sinni Njarðarbraut 13 bæði til austurs og vesturs. Erindið var sent í grenndarkynningu.

Meðfylgjandi athugasemdir bárust frá húseigendum Njarðarbraut 11A og 15, sem óska eftir að svæðunum milli lóðanna nr. 11A ,13 og 15 verði skipt jafnt á milli þeirra. Samþykkt gæta jafnræðis á þann hátt að Hekla hf, fái 7,5m ræmu í átt að lóðamörkum nr. 11a og 7,5m ræmu í átt að lóðamörkum nr. 15.Lóðarhafar 11a og 15 fái helming á móti nr. 13 skv. beiðni þeirra í meðfylgjandi athugasemdabréfum.

 8. Deiliskipulag Reykjanesvirkjunar, breytingar á staðsetningu mannvirkja

HS Orka leggur fram breytingu á deiliskipulagi Reykjanesvirkjunar sem fellst í breytingu á staðsetningu mannvirkja. Tillagan hefur verið kynnt næstu lóðarhöfum á svæðinu og þeir samþykkt hana með undirskrift.

Deiliskipulagsbreyting þessi sem grenndarkynnt hefur verið skv. 2.mgr. 43. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br er samþykkt. Jóhann Snorri Sigurbergsson vék af fundi undir þessum lið.

 9. Útivistarsvæði sem liggur að Baugholti, Faxabraut og Krossholti, ósk um að taka í fóstur.

Holtaróló, félagasamtök íbúa við svæðið óska eftir að taka ofangreint svæði í fóstur og útfæra það í samstarfi við Reykjanesbæ skv. meðfylgjandi tillöguteikningu og verkefnalista. Allir aðliggjandi lóðarhafar hafa samþykkt erindið fyrir sína hönd.(sjá meðfylgjandi gögn.

Ráðið fagnar frumkvæði íbúanna og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

 10. Verklagsreglur vegna úthlutunar lóða á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar.

Lagðar fram ofangreindar verklagsreglur sem samþykktar voru á fundi stjórnar Reykjaneshafnar 28.apríl 2016. Óskað er eftir samþykki Umhverfis-og Skipulagsráðs á reglunum.

Samþykkt.

 11. Bjarkardalur 21-31, fyrirspurn um breytingu húsa.

Ómar Davíðsson spyrst fyrir hvort megi breyta ofangreindum parhúsum á tveim hæðum í fjórbýlishús (sjá meðfylgjandi gögn).

Erindinu hafnað þar sem þetta er ekki í samræmi við deiliskipulag.Endurskoðun á deiliskipulagi er í bígerð.

 12. Ósk um leyfi til að setja jarðskjálfta mælistöð upp á Sýrfelli á Reykjanesi.

Ísor sækir um leyfi til uppsetningar WiFi móðurstöðvar á Sýrfelli, með tilvísun í meðfylgjandi greinagerð sem lýsir m.a. þeim búnaði sem setja þarf upp á fellinu.

Samþykkt með fyrirvara um leyfi landeigenda. Jóhann Snorri Sigurbergsson vék af fundi undir þessum lið.

 13. Aðalgata 60, lóðastækkun.

Álftavík ehf. spyrst fyrir hvort leyfð yrði 14.400m2 stækkun í átt að Reykjanesbraut á lóðinni Aðalgötu 60 skv. meðfylgjandi tillögu af lóðablaði.

Vel tekið í erindið en skoða þarf framtíðar staðsetningu dælustöðvar fyrir kalt vatn á svæðinu. Sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

 14. Njarðarbraut 17-19, lóðastækkun.

Æco bílar ehf. óska eftir 5 m lóðastækkun til Norðurs við lóðina Njarðarbraut 17-19,sjá meðfylgjandi gögn.

Samþykkt.

 15. Skiltareglugerð Reykjanesbæjar

Tillaga að skiltareglugerð Reykjanesbæjar lögð fram til yfirferðar.

Samþykkt.

 16.  Endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar, verkefnastaða.

Farið yfir verkefnastöðu aðalskipulagsvinnu eins og höfundar kynntu hana á fundi stýrihópsins 9. maí sl.

 17.  Engjadalur 6, athugasemdir.

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 8. mars sl. var Sparra ehf. veitt leyfi til að breyta 8 bílgeymslum í 4. íbúðir að Engidal 6 á þeirri forsendu að breyting þessi varðaði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Nú hefur borist bréf frá næstu nágrönnum þar sem þeir m.a. fara fram á grenndarkynningu vegna hagsmuna sinna sem nágranna og fasteignaeigenda.

Samþykkt að draga fyrri samþykkt til baka og senda málið í grenndarkynningu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. maí 2016.