185. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 2. júní 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 16.00.
Mættir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Arnar Ingi Tryggvason varamaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri.
1. Kynning á vinnslutillögu vegna endurskoðunar aðalskipulags.
Höfundar skipulagsins, frá Kanon arkitektum og VSÓ ráðgjöf, kynntu vinnslutillögu sem dagsett er í maí 2016. Farið var yfir allar breytingar frá gildandi skipulagi og einnig greinargerð og umhverfisskýrslu. Aðalbreytingarnar eru til núverandi ástands varðandi staðsetningar athafnasvæða, tengingar við Reykjanesbraut og dregið er úr nýjum íbúðasvæðum.
Vinnslutillaga samþykkt og lagt til að boðað verði til íbúafundar þann 8. júní næstkomandi þar sem hún verður kynnt skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga en þar segir m.a.: Áður en tillaga að aðalskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat, kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2016.