187. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn 9.ágúst 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Magnea Guðmundsdóttir, Arnar Ingi Tryggvason og Þórður Karlsson.
Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi. Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur umhverfissviðs og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 222 frá 7. júlí 2016
Lagt fram.
2. 2015120057 - Flugvellir, nýtt deiliskipulag, athugasemd Skipulagsstofnunar
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 11.júlí 2016, þar sem gerðar eru athugasemdir við nokkra þætti skipulagsins (sjá meðfylgjandi bréf). Einnig er óskað eftir nánari afstöðu til efnisatriða athugasemda lóðareigenda aðliggjandi lóðar við Iðavelli 5b, sbr. athugasemdir dags. 18. maí sl.
Skipulagsuppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærð skv. athugasemdum Skipulagsstofnunar. Einnig hefur tengingu við Aðalgötu verið bætt við og vegtenging yfir lóðirnar Flugvelli 6 og Iðavelli 5 felld út til að koma á móts við athugasemdir lóðarhafa á Iðavöllum 5b. Lokun þessarar vegtengingar verður framkvæmd þegar Flugvellir hafa tengst Aðalgötu. Vegna þessara breytinga og fyrri breytingar vegna stækkunar lóða við Iðavelli og að skipulagið var einungis auglýst í 4. vikur í stað 6, þá verður breytt deiliskipulag auglýst skv. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Allar megin forsendur liggja fyrir í aðalskipulagi því fellur bæjarstjórn frá frekara kynningarferli skv. heimild í 40.gr skipulagslaga. Varðandi nánari afstöðu til efnisatriða áður sendra athugasemda (sjá bréf Skipulagsstofnunar) þá verður það afgreitt eftir að nýjum athugasemdafresti líkur ef ástæða verður til þess.
3. 2015120057 - Flugvellir, nýtt deiliskipulag, kæra frá Úrskurðarnefnd umhvefis- og auðlindamála
Borist hefur tilkynning um kæru frá ÚUA dags. 20. júlí sl. Þar sem Bílrúðuþjónustan ehf., eigandi fasteignar að Iðavöllum 5b, kærir ákvörðun Reykjanesbæjar að samþykkja deiliskipulag fyrir svæðið Flugvelli í Reykjanesbæ.
Eins og fram kemur í máli 2. Þá er deiliskipulagstillagan ennþá til umfjöllunar og verður auglýst í 6 vikur á næstunni. Þar sem deiliskipulagið er ekki endanlega staðfest þá var óskað eftir frávísun kærunnar. (sjá bréf til ÚUA dags 28. júlí ) Bréf barst 9. ágúst frá UÚA þar sem staðfest er að kærunni hefur verið vísað frá
4. 2016080013 - Álsvellir, ósk íbúa um hraðahindranir
Borist hefur áskorun til Reykjanesbæjar, um að leggja hraðahindranir við Álsvelli, frá um 50 íbúum við Álsvelli og nágrenni (sjá meðfylgjandi bréf).
Sviðstjóra falið að gera greiningu og koma með tillögu að lausn
5. 2016080014 - Bergás 14, lóðarumsókn
Eyjólfur Sverrisson, sækir um lóðina Bergás 14 undir einbýlishús
Samþykkt
6. 2016080016 - Þrastartjörn 26-48, fyrirspurn um breytingu
Ómar Davíðsson spyrst fyrir hvort leyft yrði að hafa 7 íbúðir í stað 6 íbúða skv. deiliskipulagi á raðhúsalóðunum Þrastartjörn 26-48 (sjá meðfylgjandi gögn).
Ekki hafa verið leyfðar breytingar á deiliskipulagi við Þrastartjörn og eru þessar tvær lóðir það eina sem er óbyggðar við þessa götu. Ekki er áformað að breyta deiliskipulaginu á þessum stað.
7. 2016080017 - Brekadalur 13, kúluhús
Arnbjörn Elíasson er að kanna viðhorf Reykjanesbæjar til þess að úthluta lóð fyrir tveggja hæða kúluhús í Innri Njarðvík og er með auga á Brekadal 13.
Athyglisverð hugmynd en Brekadalur 13 er ekki laus til úthlutunar og deiliskipulag Innri - Njarðvík gerir ekki ráð fyrir þessu byggingaformi
8. 2015020120 - Endurskoðun Aðalskipulags
Í samræmi við 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 hafa drög að endurskoðuðu aðalskipulagi verið kynnt fyrir umsagnar- og hagsmunaaðilum á heimasíðu Reykjanesbæjar frá 20.júní til 3.ágúst. Meðfylgjandi eru umsagnir sem bárust.
Vísað til stýrihóp um endurskoðun aðalskipulags
9. 2016060396 - Tjarnarbraut 6, fjölgun íbúða
Tjarnarhverfi ehf., óskaði leyfis til að fjölga íbúðum á lóð sinni úr 14-15 íbúðum í 27-32 íbúðir. 6 íbúðir verða stærri en 80m2 og 21-24 íbúðir 50-80m2. Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt. Jóhann Sigurbergsson situr hjá.
10. 2016080018 - Unnardalur 1-23, lóðarumsókn
Bjarkardalur ehf. sækir um lóðirnar Unnardalur 1-23 (24.íbúðir) undir tveggja hæða keðjuhús. Til vara er sótt um lóðirnar Trönudal 1-23 ( 32. Íbúðir).
Samþykkt
11. 2016080050 Breiðasel 73 og 75, lóðarumsókn
Formax/Aqua, sækir um lóðirnar Breiðsel 73-75.
Samþykkt með fyrirvara um gatnagerð og fráveitu sem og aðrar stofnveitur.
12. 2016080066 - Umsókn um lóð Aspardalur 2-4 (Víðisdalur 10-12)
HGB sækir um lóðina Aspardalur 2-4 undir parhús á einni hæð. Til vara er sótt um lóðina Víðidalur 10-12
Samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. ágúst 2016.