190. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. nóvember.2016 kl. 17:00.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Guðni Jósep Einarsson, Arnar Ingi Tryggvason. Magnea Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari
1. Aðalgata 60 - Breyting á lóð og kynning á uppbyggingu (2016060403)
Alex Guesthouse ehf. óskar eftir að lóð félagsins verði minnkuð um 4000m2 skv. meðfylgjandi fylgiskjali, merkt Aðalgata 60 og gerðir verði nýir leigusamningar fyrir Aðalgötu 60 og 62. Óskað er eftir að Olíuverslun Íslands fái þessa 4000m2. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á byggingarreitum skv. meðfylgjandi tillögum að lóðablöðum.
Fulltrúar Alex mættu á fundinn og kynntu hugmyndir um framtíðar uppbyggingu Aðalgötu 60
Samþykkt að úthluta Olíuverslun Íslands, Aðalgötu 62 og minnka Aðalgötu 60 sem því nemur. Einnig staðfestir byggingarreitir að framangreindum lóðum. Formaður vék af fundi undir þessum lið.
2. Engjadalur 6-8, breyta bílgeymslum í íbúðir (2016110054)
Sparri ehf. spyrst fyrir hvort leyft yrði að breyta 8 bílgeymslum í 4 íbúðir við Engjadal 6 og 8. Sjá fylgiskjöl.
Fyrirspurn synjað þar sem þetta samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi.
3. Flugvellir 2 - Lóðarumsókn (2016100077)
Brimborg sækir um lóðina Flugvellir 2. Frestað mál frá síðasta fundi.
Samþykkt.
4. Flugvellir 21,23 og 25 - Lóðarumsókn (2016110059)
Blue Eignir ehf. sækja um lóðirnar Flugvellir 21, 23 og 25. Til vara er sótt um Flugvelli 13, 15 og 17.
Samþykkt.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi við Reykjanesvita (2016110060)
Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara meðfram Reykjanesvitavegi að Reykjanesvita eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir liggur leyfi Vegagerðarinnar og umsögn Minjastofnunar um legu lagnarinnar.
Samþykkt.
6. Flugvellir 20 - Lóðarumsókn (2016110061)
HUG-verktakar sækja um lóðina Flugvellir 20 og til vara Flugvellir 16.
Samþykkt.
7. Fuglavík 43 - Lóðarumsókn (2016110063)
Bílaleiga Kynnisferða sækjir um lóðina Fuglavík 43 í Helguvík. Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt lóðaúthlutun fyrir sitt leiti.
Samþykkt.
8. Hafnargata 8 Höfnum - Lóðarumsókn (2016110064)
Gísli Már Ágústsson sækir um lóðina Hafnagata 8 undir einbýlishús.
Samþykkt.
Guðni vék af fundi undir þessum lið.
9. Flugvellir 5,7,9,11,13,15,17,19 - Lóðarumsóknir (2016110064)
Höldur ehf. sækir um lóðirnar Flugvöllum 5,7,9,11,13,15,17,19.
Samþykkt.
10. Flugvellir 1,3,27 - Lóðarumsóknir (2016110066)
N1 hf, sækir um lóðirnar Flugvellir 1,3 og 27.
Samþykkt.
11. Leirdalur. breyting á deiliskipulagi (2016060380)
Breyting á deiliskipulagi Leirdals var auglýst frá 22.september til 3.nóvember 2016. Breytingin fellst í því að 2. hæða einbýlishúsum við Leirdal 7-37 (oddatölur) er breytt í tvíbýli. Athugasemdir bárust frá 8 húseigendum og eru hér meðfylgjandi.
Athugasemdir eru nánast samhljóma frá öllum aðilum og svör því sameiginleg til allra. Hér á eftir fara athugasemdir og svör við þeim.
1) „Þegar íbúar nærliggjandi gatna ákváðu að byggja húsnæði eða kaupa á svæðinu var stór forsenda þess að hverfið var skipulagt sem einbýlishúsahverfi.“
Svar: Stór hluti Dalshverfis er skipulagt sem fjölbýli þar á meðal hluti Leirdals.
2) „Umhverfis-og Skipulagsráð Reykjanesbæjar telur ekki þörf á að fara með jafn stórtækar breytingar í grenndarkynningu sem íbúar geta ekki með neinu móti fallist á að sé rétt ákvörðun.“
Svar: Ákveðið var að fara fram á tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna umfangs málsins en grenndarkynning er fyrir minni háttar breytingar. Deiliskipulags breyting felur í sér kynningu og íbúar hafa tækifæri til að koma að athugasemdum við deiliskipulagsbreytinguna.
3) „Líta má svo á að um fordæmisgefandi ákvörðun sé að ræða og á þeim forsendum verði lóðirnar að Leirdal 7-37 einnig reistar tvíbýlishúsum.“
Svar: Þessi deiliskipulagsbreyting felur í sér að svo verði. Enda fjallar deiliskipulagsbreytingin um allar lóðirnar.
4) „Af sömu fordæmisgefandi mynd mætti því einnig hugsa sér að aðrar óbyggðar lóðir sem samkvæmt deiliskipulagi eiga að vera einbýlishús verði gerðar að tvíbýlum eða jafnvel fjórbýlum með það að leiðarljósi að byggingarverktakar hagnist sem mest á þeim.“
Svar: Óskir um slíkar breytingar verða vegnar og metnar hverju sinni og í nokkrum tilvikum hefur slíku verið hafnað.
5) „Miðað við meðalfjölda bifreiða á hvert heimili á Íslandi má gera ráð fyrir því að um 1,25 bifreið muni fylgja hverri íbúð í það minnsta eða 2,5 bifreiðar á hvert hús og er því nokkuð ljóst að leggja verður bifreiðum við götu í stað bílastæðis þar sem bílastæði munu ekki bera bílafjölda hvers húss.“
Svar: Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 4 bílastæðum við hvert hús eða 2.bílastæði fyrir hverja íbúð eins og gert er ráð fyrir annars staðar í götunni.
6) „Umferð kemur til með að aukast um helming sem leiðir til aukinnar slysahættu.“
Svar: Í deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir fjölgun íbúða úr 40 í 56. Leirdalurinn er 450 metra langur og með fjórum inn- og útakstursleiðum og verður ekki séð að þessi fjölgun íbúða valdi umferðarvandamálum.
7) ,,Skólinn í hverfinu er sprunginn, en hann var byggður fyrir 300 nemendur, en 550 nemendur sækja nám þar.“‘
Svar : Undirbúningur er hafinn að byggingu nýs grunnskóla og hefjast framkvæmdir á næsta ári.
8) ,,Minna húsnæði er oftar í útleigu sem oft á tíðum laðar að sér ýmis vandamál.“
Svar: Umhverfis- og Skipulagsráð gerir ekki upp á milli sinna íbúa, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur.
9) ,,Með auknum íbúafjölda eykst ónæði“.
Svar: Reykjanesbær fer stækkandi og við það eykst umferð og aðrir þættir sem fylgja fólksfjölgun en slíkt er eðlileg þróun.
10) ,,Í gildandi skipulagi er nóg af skipulögðum fjölbýlishúsalóðum til úthlutunar.“
Svar: Fjöldi lóða fyrir allar gerðir húsnæðis eru í boði en þessi skipulagsbreyting byggist ekki á því.
11) ,,Samkvæmt samtali við fasteignasala þá er vöntun á einbýlishúsum til sölu í Reykjanesbæ.“
Svar: Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölum er vöntun á öllu húsnæði í dag.
style="background-color: #f9f9f9;">Að ofansögðu andmæla undirritaðir íbúar harðlega auglýstum breytingum á deiliskipulagi.
Umhverfis- og skipulagsráð telur ofangreind andmæli ekki gefa nægan grunn til að synja þessari deiliskipulagbreytingu en bendir á að íbúar geta kært endanlega samþykkt hennar til kærunefndar Umhverfis- og auðlindamála innan 30 daga frá gildistöku hennar.
Samþykkt að senda deiliskipulagstillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Jóhann Snorri Sigurbergsson er á móti.
12. Melavegur 10 - Viðbygging (2016110067)
Pétur Óli Pétursson spyrst fyrir hvort leyfð yrði ca. 40m2 viðbygging við hús hans Melavegi 10, skv. meðfylgjandi teikningum.
Sendist í grenndarkynningu.
13. Grófin II, viljayfirlýsing varðandi úthlutun
Stöplar Advisory óska eftir samkomulagi um úthlutun og skipulag á lóðinni Grófin 2 í formi viljayfirlýsingar til átta mánaða með framlengingu um sex mánuði sé málið í eðlilegum framgangi.
Málinu vísað til bæjarráðs.
14. Brekadalur 5 og 9 - Lóðarumsóknir (2016110068)
132 ehf. sækir um lóðirnar Brekadalur 5 og 9 undir einbýlishús
Samþykkt.
15. Grænásvegur 10, stækkun byggingareits og bygging hæðar ofan á hús (2016110069)
Rent fasteignir óska eftir stækkun byggingarreits um 800m2 og heimild til að byggja aðra hæð ofan á matshluta 01 á lóð sinni Grænásvegi 10. Nýtingarhlutfall verður 0,35 eftir framkvæmdir við gistiheimilið.
Óskað verður eftir frekari gögnum og sent í grenndarkynningu.
16. Nesvellir, breyting á deiliskipulagi (2016110074)
Klasi ehf. óskar leyfis til að gera tillögu að breytingu deiliskipulags við Nesvelli, sjá meðfylgjandi bréf.
Samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2016.