191. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13.12.2016 kl. 17:00.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Guðni Jósep Einarsson, Una María Unnarsdóttir, Grétar Guðlaugsson
Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson, Einar Júlíusson, Sveinn Númi Vilhjálmsson, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari
1. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr: 225 (2016010191)
Lagt fram.
2. Álsvellir - Umferðarmál (2016080013)
Íbúar við Álsvelli og nágrenni fara fram á tafarlausar aðgerðir þar sem markvisst er farið í að hægja á umferðinni í götunni. Sjá meðfylgjandi erindi.
Ráðið þakkar fyrir ábendinguna. Umferðarmælingar hafa sýnt að meðalhraði hefur lækkað síðan þrenging var sett upp. Bent er á að Álsvellir er tengibraut og nú þegar hefur verið sett upp þrenging. Sviðstjóra falið að leita ráða til að bæta öryggi.
3. Seljudalur 40 - Lóðarstækkun (2016120075)
Eigendur Seljudals 40, óska eftir 5m lóðastækkun til vesturs út á opið svæði. Til vara er óskað eftir tímabundnum afnotum af þessu svæði til gróðursetningar. Sjá meðfylgjandi erindi.
Samþykkt að gera afnotasamning til 20 ára sem er uppsegjanlegur með árs fyrirvara.
4. Miðgarður 16 - Lóðarumsókn (2016120076)
Davíð Páll Viðarsson óskar eftir afstöðu Umhverfis- og Skipulagsráðs um lóð að Miðgarði . Lóðin er skipulögð sem grænt svæði í dag. Hann hefur áhuga á að sækja um lóð á þessum stað sem er vestan við raðhús nr: 16 við Miðgarð. Sjá fylgiskjöl.
Hér er um að ræða opið útivistasvæði í grónu íbúðasvæði og ekki ætlað til bygginga.
5. Flugvellir 10 - Lóðarumsókn (2016120078)
Riss ehf. sækir um lóðina Flugvellir 10 og til vara Flugvellir 12.
Samþykkt. Una María Unnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
6. Fuglavík 16 - Lóðarumsókn (2016120079)
Brimi ehf. sækir um lóðina Fuglavík 16 í Helguvík. Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt lóðaúthlutun fyrir sitt leiti.
Samþykkt með fyrirvara um aflausn veðbanda.
7. Einidalur 13 - Lóðarstækkun, viðbygging og grenndarkynning (2016090139)
Reykjanesbær óskar eftir lóðastækkun til austurs og leyfi til 54,3 m2 viðbyggingar á þeim stað á lóðinni Einidalur 13. (sjá fylgiskjöl). Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Erindið er dregið til baka.
8. Aspardalur 8, Lóðarstækkun, viðbygging og grenndarkynning (2016090138)
Reykjanesbær óskar eftir lóðastækkun til norðurs og leyfi til 32,7 m2 viðbyggingar á þeim stað á lóðinni Aspardalur 8. (sjá fylgiskjöl). Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Erindið er dregið til baka.
9. Leirdalur 2-16 - Lóðarumsóknir (2016120086)
Viðar J ehf. sækir um lóðirnar Leirdalur 2-16 undir fjögur parhús á tveim hæðum.
Samþykkt.
10. Melavegur 10 - Viðbygging (2016110067)
Pétur Óli Pétursson spyrst fyrir hvort leyfð yrði ca. 40m2 viðbygging við hús hans Melavegi 10, skv. meðfylgjandi teikningum. Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
11. Leirdalur 26 og 28 - Lóðarumsókn (2016120087)
Leirdalur ehf. sækir um lóðirnar Leirdalur 26 og 28 undir parhús á tveim hæðum.
Samþykkt.
12. Laufdalur 1-7 - Breyting (2016120097)
Viðar J ehf. óskar eftir að breyta 4 íbúða raðhúsi í 5 íbúðir að Laufdal 1-7.
Hér er ekki um breytingu á heildarstærð, hæð eða nýtingarhlutfalli að ræða og samþykkist þetta því sem minni háttar deiliskipulagsbreyting með vísan í grein 44.3 í skipulagslögum þar sem segir m.a. „Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef synt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskilda framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og / eða umsækjanda."
Jóhann Snorri Sigurbergsson situr hjá undir þessum lið.
13. Bolafótur 19 - Lóðarbreyting (2016120099)
HS veitur óska eftir að minnka leigulóð sýna að Bolafæti 19 úr 10.197m2 í ca. 2600m2. Það sem eftir stendur verði afhent Reykjanesbæ til skipulagningar. Sjá meðfylgjandi tillögur af skiptingu.
Samþykkt að láta gera deiliskipulagstillögu á tillögu 1, í samráði við Umhverfissvið og HS-veitur.
14. Hafnargata 65 - Lóðarbreytingar ofl (2016120100)
Sigurður Jónsson óskar eftir að breyta einbýli í gistiheimili. Setja tvær nýjar útidyrahurðir og breyta núverandi bílskúr í gistiheimili og sameina með skúr á Hafnargötu 67. Einnig breyta lóð og byggingarreit. Sjá fylgigögn.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu en gera þarf grein fyrir bílastæðum í gögnunum.
15. Hafnargata 12 - Deiliskipulagsbreyting (2016010194)
Hrífutangi ehf. óskar eftir að meðfylgjandi deiliskipulagstillaga verði tekin til umfjöllunar. Um er að ræða 77 íbúðir í 3 hæða húsi með bílakjallara.
Samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga. Lagt verði upp með að framkvæmdaaðilar haldi kynningu fyrir íbúa á auglýsingatímanum þar sem frekari gögn verði kynnt.
16. Embættisafgreiðslur Skipulagsfulltrúa ( 2016120102)
Lögð fram tillaga að reglum um embættisafgreiðslur Skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar sem byggðar eru á samþykktum reglum fyrir Reykjavík og Garðabæ. Tilgangur með þessum reglum er að stytta afgreiðslutíma og bæta þar með þjónustu.
Lagt fram.
17. Málefni Helguvíkur (2016120121)
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
18. Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi Reykjanesvita og nágrennis (2014090069)
Reykjanes aurora óskar eftir heimild skv. 38.gr. skipulagslaga, til að breyta deiliskipulagi Reykjanesvita og nágrennis, sjá meðfylgjandi skýringar. Reykjanes aurora mun kosta gerð deiliskipulagsbreytingar.
Samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2016.