192. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10.1.2017 kl. 17:00.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Grétar Guðlaugsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Una María Unnarsdóttir.
Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson, Einar Júlíusson, Sigmundur Eyþórsson, Sveinn Númi Vilhjálmsson, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr: 226 (2016010191)
Lagt fram.
2. Samþykkt um afgreiðslufundi byggingafulltrúa (2016120102)
Lögð fram til samþykktar uppfærð samþykkt um afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Samþykkt.
3. Embættisafgreiðslur Skipulagsfulltrúa ( 2016120102)
Lögð fram tillaga að reglum um embættisafgreiðslur Skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar sem byggðar eru á samþykktum reglum fyrir Reykjavík og Garðabæ. Tilgangur með þessum reglum er að stytta afgreiðslutíma og bæta þar með þjónustu. Áður á dagskrá Umhverfis- og Skipulagsráðs 13. desember sl.
Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
4. Hæðargata 9 - Breytingar (2017010060)
Mál nr: 6 vísað frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 226. Sótt er um leyfi til að setja glugga á norðurhlið, grafa frá kjallara að hluta og koma fyrir tröppum sem aðgengi fyrir kjallara utanfrá og nýta kjallara sem þvottahús og geymslu. Breyta bílskúrsgluggum og fjarlægja hurð og setja í staðinn glugga og inngangshurð. Á lóð verði komið fyrir 5 bílastæðum og palli með heitum potti.
Skipulagsfulltrúa er falið að vísa málinu í grenndarkynningu.
5. Brekkustígur 41 - Breyting í gistiheimili (2017010067)
Netaverkstæði Suðurnesja, óskar leyfis til að breyta verslunar- og skrifstofurými í húsi sínu Brekkustíg 41 í gistirými skv. meðfylgjandi gögnum.
Húsnæðið er á miðsvæði skv. aðalskipulagi og ekki verður séð að þessi breyting valdi neikvæðri breytingu í umhverfinu og er hún því samþykkt með vísan til 44. greinar skipulagslaga 3. mgr.
6. Valhallarbraut 869 - Breyting á deiliskipulagi (2017010070)
Verne Global og Verne Holding óska eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að byggingarreitur verði færður 3m til norðurs vegna varaaflsvéla, sjá meðfylgjandi skýringamynd.
Vísað til umsagnar til Isavia.
7. Trönudalur 1-31 - Lóðarumsóknir (2017010071)
HUG-verktakar ehf. sækja um lóðirnar Trönudalur 1-31 (oddatölur) undir keðjuhús á 2 hæðum.
Samþykkt að úthluta lóðunum Trönudal 17-31. Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðirnar að Trönudal 1-15 mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi. Una María vék af fundi undir þessum lið.
8. Trönudalur 1-15 - Lóðarumsóknir (2017010086)
P. Bateman ehf. sækja um lóðirnar Trönudalur 1-15 (oddatölur) undir keðjuhús á 2 hæðum.
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðirnar að Trönudal 1-15 mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi. Una María vék af fundi undir þessum lið.
9. Aspardalur 2-4 - Lóðarumsókn (2017010074)
Davíð Íbsen sækir um lóðina Aspardalur 2-4, undir parhús á einni hæð.
Samþykkt.
10. Víðidalur 19 - Lóðarumsókn (2017010075)
Davíð Íbsen sækir um lóðina Víðidalur 19, undir einbýlishús.
Samþykkt.
11. Leirdalur 22-28 - Deiliskipulagsbreyting (2017010077)
Leirdalur ehf. óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóða sinna, Leirdalur 22-24 og 26-28. Breytingin felst í fjölgun íbúða, sameiginlegu bílastæði og breytingu á afstöðu húsa nr. 26-28. Sjá meðfylgjandi gögn.
Erindinu er hafnað þar sem það felur í sér töluverðar breytingar á núverandi skipulagi, fjölgun íbúða og bílastæðum.
12. Suðurvellir 9 - Grenndarkynning (2016030097)
Handhafar lóðarinnar Suðurvellir 9, F1 ehf. óska eftir leyfi til að byggja fimm íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum frá Verkfræðistofu Suðurnesja frá nóv 2016. Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
13. Breiðasel 73 - Lóðaumsókn (2017010087)
Formax afsalar lóðinni Breiðasel 73 til Jarðvangs ehf.
Samþykkt.
14. Nesvellir, breyting á deiliskipulagi (2016110074)
Klasi leggur fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Nesvöllum. Megin breytingin er að fjölbýlishúsum er skipt upp í minni einingar og raðhúsum fækkað. Heildarfjöldi íbúða helst óbreyttur. Sjá nánar í greinagerð. Óskað er eftir að breytingin verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga.
Samþykkt að senda í auglýsingu.
15. Reykjanesviti og nágrenni - lýsing vegna breytingar á deiliskipulagi (2014090069)
Lögð fram lýsing skipulagsverkefnisins dags. janúar 2017
USK-ráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna á þessu stigi og samþykkir að senda hana til umsagnar eigenda fasteigna innan deiliskipulagsmarka, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu, Grindavíkurbæjar, Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Ferðamálasamtaka Reykjaness. Einnig samþykkt að auglýsa lýsinguna fyrir almenning.
16. Sorpflokkun (2017010081)
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að hafin verði stefnumótunarvinna hvað varðar sorpflokkun í Reykjanesbæ í samráði og samvinnu við nágrannasveitarfélög.
17. Dalsbraut 4 og 6 - Lóðaumsókn (2017010094)
Unique Chillifresh Iceland ehf. sækir um lóðirnar Dalsbraut 4 og 6 undir fjölbýlishús.
Samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. janúar 2017.