199. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11.7.2017 kl. 17:00.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Magnea Guðmundsdóttir, Þórður Karlsson og Arnar Ingi Tryggvason.
Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri Umhverfissviðs, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Samráðs- og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 232 (2017020130)
Lagt fram.
2. Reynidalur 4-14 - Niðurstaða hlutkesti(2017060105)
BIM Lausnir slf. sækja um lóðirnar Reynidalur 4-6, 8-10 og 12-14 undir parhús á 2. hæðum.
Eftir hlutkesti er úthlutun samþykkt.
3. Birkidalur 6 - Niðurstaða hlutkestis (2017060098)
Óli Anton Jónsson sækir um lóðina Birkidalur 6.
Eftir hlutkesti er úthlutun samþykkt.
4. Fitjaás 20 - Lóðarumsókn (2017070036)
Kristín Rut Helgadóttir sækir um lóðina Fitjaás 20.
Úthlutun samþykkt.
5. Ferjutröð, ÍAV- Heimild til deiliskipulags (2017070037)
ÍAV óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja lóð sína að Ferjutröð, sjá meðfylgjandi gögn.
Samþykkt að veita heimild til að vinna deiliskipulag að því gefnu að það sé unnið í samráði við Reykjanesbæ.
6. Baldursgata 14 - Bílastæði í kjallara (2017070038)
Eigendur Baldursgötu 14 óska eftir að breyta kjallara í bílastæði.
Vel tekið í erindið en sækja þarf um leyfi til byggingarfulltrúa og þarf þá að koma fram hvernig á að komast inn í kjallarann, loftræstingamál og annað sem byggingarfulltrúi fer fram á.
7. Bolafótur 11 - Stækkun (2017070040)
Hótel Grásteinn óskar eftir að byggja við húsið Bolafótur 11 að norðanverðu, m.a. fyrir lyftu. Sjá meðfylgjandi gögn.
Byggingaráform samþykkt.
8. Einidalur 13 - Bílgeymsla (2017070042)
Rut Þorsteinsdóttir óskar leyfis til að byggja bílgeymslu við enda Einidals 13 utan lóðar. Sjá meðfylgjandi gögn.
Erindi hafnað.
9. Brekkustígur 44 - Stækkun (2017070043)
JTJ ehf. óskar heimildar til að byggja við þvottastöð sýna að Brekkustíg 44 að austanverðu, sjá meðfylgjandi gögn.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
10. Hátún 20 - Breyting bílgeymslu (2017070044)
Haraldur Björnsson óskar heimildar til að innrétta bílskúr sinn sem íbúðarrými, sjá meðfylgjandi gögn.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
11. Kópubraut 24 - Viðbygging (2017070046)
Ágúst E. Aðalbjörnsson óskar leyfis til að byggja við hús sitt að austanverðu um 49m2 viðbyggingu. Sjá meðfylgjandi gögn.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
12. Reykjanesvirkjun - Matsáætlun (2017030232)
Skipulagsstofnun leggur fram til upplýsinga tillögu HS Orku að matsáætlun um meðferð og förgun geislavirkra útfellinga frá Reykjanesvirkjun. Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun með skilyrðum sem koma fram í meðfylgjandi gögnum.
Lagt fram til kynningar.
13. Reynidalur 4-14 - Skipulagsbreyting (2017060106)
BIM Lausnir slf. óska eftir leyfi til að breyta parhúsum í sex íbúða hús á lóðum sínum að Reynidal 4-14. Sjá meðfylgjandi gögn.
Þar sem aðkoma að húsunum er frá Reynidal og öll önnur hús við götuna eru fjölbýli og ekki er um neina aðra breytingu en fjölgun íbúða að ræða, þá telur Umhverfis- og skipulagsráð að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
14. Sjónarhóll 16a - Lóðarstækkun (2017070047)
Mjölnir ehf. sækir um stækkun lóðarinnar Sjónarhóll 16A til norðurs um 1308m2. Sjá meðfylgjandi gögn.
Stækkun þessi er innan deiliskipulagsmarka og er því samþykkt.
15. Njarðarbraut 21 - Lóðarsamningur (2017070048)
Ungmennafélag Njarðvíkur óskar eftir lóðarsamningi vegna lóðarinnar Njarðarbraut 21 til 15 ára. Á lóðinni stendur auglýsingaskilti á þeirra vegum. Sjá meðfylgjandi gögn.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
16. Hafnargata 93 - Breyting á skráningu lóðar (2017070004)
Herjólfsgata 30 ehf. óskar eftir breytingu á skráningu lóðarinnar þannig að hún verði skráð sem Pósthússtræti 5,7 og 9 í stað Hafnargata 93 A, B og C
Samþykkt.
17. Nesvellir - Deiliskipulagsbreyting (2016110074)
Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 31. maí sl. þarf að gera eftirfarandi áður en skipulagið er auglýst í B-tíðindum.
1. Gera þarf grein fyrir þeim breytingum sem gerðar voru á tillögu eftir auglýsingu.
2. Í greinagerð þarf að koma fram hvaða breytingar eru gerðar á hjúkrunarheimili.
3. Lagfæra þarf tölulegar upplýsingar um fjölda íbúða og húsa sem koma fram í skýringum við húsagerðir og greinagerð til samræmis við það sem kemur fram á uppdrætti.
4. Bæði á uppdrætti sem sýnir gildandi deiliskipulag og á uppdrætti sem sýnir tillögu að breytingu þarf að taka tillit til breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Nesvalla árið 2007.
Gögn eru uppfærð þar sem tekið er tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og samþykkt að senda þau til hennar til vörslu.
18. Hafnargata 12 - Bréf Skipulagsstofnunar (2016010194)
Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 30. júní sl. voru gerðar athugasemdir og ábendingar um nokkur atriði í skipulaginu, sjá meðfylgjandi bréf.
Varðandi þátt Minjastofnunar þá fjallaði umsögn hennar um upphaflega deiliskipulagsbreytingu sem var í framhaldi breytt í samræmi við m.a. umsögn hennar. Um aðrar athugasemdir og ábendingar er fjallað í greinagerð og á uppdrætti. Samþykkt að senda deiliskipulagsbreytinguna til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
19. Leirdalur 22-28 - Deiliskipulagsbreyting (2017010077)
Leirdalur ehf. óskaði eftir að meðfylgjandi deiliskipulagstillaga yrði auglýst til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga. Breytingin gerir ráð fyrir að í stað tvílyftra parhúsa verði heimilað að byggja fjögur tvílyft raðhús á hvorri lóð. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 4. maí sl. og eru hér meðfylgjandi þær athugasemdir sem bárust.
Helstu athugasemdir sem dregnar eru fram eru fjölgun íbúða með tilheyrandi aukningu á umferð, ósamræmis í götumynd, rýrnun á verðmætum og að almennt rýri þessi lausn umhverfisleg gæði og heildaryfirbragð hverfisins. Einnig er minnst á að ekki sé kynnt hvernig ákvæði gildandi deiliskipulags um byggingarreit, bílageymslur og bílastæði sé uppfyllt.
Svör við athugasemdum:
Umrædd deiliskipulagsbreyting fellst í fjölgun íbúða úr 4 í 8 og verða áfram tvö bílastæði á íbúð að öðru leyti eru deiliskipulagsskilmálar óbreyttir frá gildandi deiliskipulagi. Varðandi umferðaraukningu þá er hér um að ræða u.þ.b. 7 % fjölgun íbúða við götu sem er um 450m löng með 4 inn- og útkeyrslur svo þessi fjölgun ætti ekki að valda vandræðum. Varðandi ósamræmi í götumynd og heildaryfirbragði þá verður engin breyting á stærð og útliti þessara bygginga. Talað er um verðrýrnun en einungis um 15% götunnar er fullbyggð og ætla má að eftir því sem meira byggist þá hækki verð frekar en hitt.
Samþykkt að senda til endanlegrar afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.
20. Stapabraut 21 - Deiliskipulagsbreyting (2013060104)
Kanon óskar eftir fyrir hönd lóðarhafa að auglýst verði meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar Stapabraut 21, skv. 41. gr. skipulagslaga.
Samþykkt að senda í auglýsingu.
21. Bökubíll - Reykjanes (2017070050)
Braggapizza ehf. óskar eftir starfsleyfi í Reykjanesbæ fyrir bökubíl sinn. Markmiðið er ekki að sækjast eftir föstu langtíma stæði/svæði heldur eingöngu tímabundnu í styttri tíma. Meðfylgjandi eru tillögur af nokkrum mögulegum sölustöðum, sjá meðfylgjandi gögn. Einnig er óskað eftir nánari upplýsingum varðandi ljósanótt og hvort mögulegt væri að fá tækifærisleyfi til að starfrækja bílinn á þeim viðburði.
Sviðsstjóra falið að koma með frekari útfærslur.
22. Seljudalur 19 - Lóðarumsókn (2017070051)
K45 ehf. sækir um lóðina Seljudalur 19 undir einbýlishús.
Samþykkt.
23. Seljudalur 23 - Lóðarumsókn (2017070053)
Sigurbjörg Gunnarsdóttir sækir um lóðina Seljudalur 23 undir einbýlishús.
Samþykkt.
24. Eikardalur 2 - Lóðarumsókn (2017070052)
K45 ehf. sækir um lóðina Eikardalur 2 undir einbýlishús
Samþykkt.
25. Seljudalur 1 - Lóðarumsókn (2017070054)
Björgvin Jónsson sækir um lóðina Seljudalur 1 undir einbýlishús
Samþykkt.
26. Hólagata 19 -23 - Fyrirspurn (2017040112)
Lóðahafar Hólagötu 19, 21 og 23 eru með eftirfarandi fyrirspurnir til Umhverfis- og skipulagsráðs.
1. Verður leyft að sameina þessar lóðir og byggja eitt fjölbýlishús?
2. Verður leyft að byggja eingöngu íbúðir á lóðunum. Ekki verði gerðar kvaðir um að hafa verslun eða þjónustukjarna, þar sem það gæti skapað ónæði fyrir íbúa í húsinu.
3. Leyft verði að svalir og verandir standi út fyrir byggingalínu að aftan og framan?
4. Fjöldi íbúða verði takmarkaður við fjölda bílastæða.
5. Leyft verði að nýta bílastæði með aðkeyrslu frá Borgarvegi á suðurhlið lóðar nr. 23 í samræmi við bílastæðin að Holtsgötu nr. 24 (Kostur matvöruverslun).
6. Nýtingarhlutfallið 0,7 verði endurskoðað og samræmt byggingu 2. hæða fjölbýlishúss sem rúmast innan skilgreinds byggingarreits.
Hafnað. Bent er á fyrri afgreiðslu USK-ráðs vegna Hólagötu 19.
27. Seljudalur 35 - Breyting (2017070056)
Halldór Karlsson óskar eftir að byggingarreitur á lóð hans Seljudal 35 verði stækkaður um 7m til suðurs, sjá meðfylgjandi afstöðumynd. Nýtingarhlutfall fer í 0,29.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
28. Víðidalur 22-32 - Breyting á deiliskipulagi (2017070057)
Eggert Guðmundsson óskar leyfis til að breyta tveggja hæða raðhúsi í eina hæð og stækka byggingarreit um 3m til suðurs og út í lóðamörk til austurs.
Þar sem öll önnur hús við Víðidal eru orðin einnar hæðar þá er þetta samþykkt ásamt stækkun byggingarreits til suðurs. Stækkun út í lóðamörk til austurs er synjað.
29. Mardalur 16-24 og 26-32 - Breyting á Deiliskipulagi (2017070058)
Eggert Guðmundsson óskar leyfis til að breyta tveggja hæða raðhúsum í eina hæð og stækka byggingarreit um 2,5m til suðurs.
Samkvæmt deiliskipulagi eru öll hús við Mardal tveggja hæða og nú þegar er búið að byggja meiri hlutann sem tveggja hæða hús. Það væri mikið ósamræmi í götumyndinni að lækka þessar tvær lengjur niður í eina hæð og er málinu því synjað.
30. Víðidalur 10-12 - Lóðarumsókn (2017070059)
Sæfaxi ehf. sækir um lóðina Víðidalur 10-12 undir parhús á einni hæð.
Samþykkt.
31. Framnesvegur 11 - Breyting (2016010192)
Vatnsnessteinn ehf. óskar eftir að meðfylgjandi deiliskipulagsbreyting verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Breyting frá fyrra skipulagi felst aðallega í stækkun svæðis þar sem lóðirnar Básvegur 11 og Framnesvegur 9 eru teknar með. Skólavegs tenging við Ægisgötu færist á norðurhluta Framnesvegs 9 og byggðar verða 6. Fimm hæða húseiningar með 114 íbúðum í stað 4 húseininga með 68 íbúðum.
Hafnað. Tillagan er ekki í neinu samræmi við nýlega samþykkt deiliskipulag svæðisins, byggingarmagn of mikið og útlit yfirþyrmandi.
32. Leirdalur 7-13 - Breyting (2016060374)
Bjarkardalur ehf. óskar eftir að meðfylgjandi deiliskipulags tillaga verði auglýst skv. 41. skipulagslaga. Breytingin fellst í því að átta tvíbýlishúsum er breytt í fjögur fjórbýlishús, sjá meðfylgjandi gögn.
Hafnað.
33. Hólagata 9 - Bílskúr (2017070064)
Ellert Arnbjörnsson óskar leyfis til að byggja bílskúr í norður horni lóðarinnar Hólagötu 9, sjá meðfylgjandi gögn.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
34. Reglur um lóðaúthlutanir (2017030171)
Reglur um lóðaúthlutanir í Reykjanesbæ hafa verið samþykktar í bæjarstjórn, birtar á vef bæjarins og taka gildi hér með.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 20. júlí 2017.