205. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9.1.2018 kl. 17:00.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Margrét Sanders, Una María Unnarsdóttir, Þórður Karlsson
Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson, byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari
1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 240 (2017020130)
Lagt fram.
2. Urðarás 1 - Lóðarumsókn (2018010059)
Sigurður Antonssson sækir um lóðina Urðarás 1.
Úthlutun samþykkt.
3. Flugvellir 8 - Lóðarumsókn (2018010060)
Brimborg ehf. sækir um lóðina Flugvellir 8.
Frestað.
4. Flugvellir 8 - Lóðarumsókn (2018010061)
Lotus Car Rental ehf. sækir um lóðina Flugvellir 8.
Frestað.
5. Flugvellir 25 - Lóðarumsókn (2018010063)
Anton ehf. sækir um lóðina Flugvellir 25.
Úthlutun samþykkt.
6. Brimdalur 2,4,6 - Breyting á skipulagi (2018010064)
Anný ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir Brimdal 2,4 og 6.
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir frekari gögnum.
7. Básvegur 10 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018010066)
Urta islandica ehf. leggur inn fyrirspurn um viðbyggingu við Básveg 10.
Tekið er vel í erindið. Óskað er eftir frekari gögnum.
8. Borgarvegur 24 - Fyrirspurn um stækkun (2018010069)
Sei arkitekt f.h. eigenda Borgarvegar 24 leggur inn fyrirspurn um stækkun og breytt fyrirkomulag á byggingu og lóð.
Hafnað. Byggingamagn of mikið og ekki í samræmi við götumynd Borgarvegar.
9. Faxabraut 17 - Fyrirspurn um bílskúr (2018010071)
Elzbieta Cegielska, Faxabraut 17 óska leyfis til að breyta bíllskúr í íbúðarrými.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
10. Hafnargata 57 - Niðurstaða athugasemda við grenndarkynningu (2017090107)
Hafnargata 57, niðurstaða athugasemda við grenndarkynningu.
Ábendingar bárust um röng lóðamörk á afstöðumynd og gagnrýni á skuggavarp. Lóðamörk voru leiðrétt og skuggavarpi vor/haust jafndægri bætt við. Viðbrögð voru kynnt andmælanda sem gerir ekki frekari athugasemdir. Erindið samþykkt.
11. Dalsbraut 3 og 5 - Niðurstaða kynningar á deiliskipulagi (2017110122)
Niðurstaða kynningar á tillögu að deiliskipulagi Dalsbraut 3 og 5.
Engar athugasemdir bárust. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
12. Framnesvegur 11 - Niðurstaða kynningar á deiliskipulagi (2016010192)
Niðurstaða kynningar á tillögu að deiliskipulagi Framnesvegi 11.
Farið yfir athugasemdir sem bárust. Erindi frestað.
13. Víkurbraut 21 og 23 - Niðurstaða kynningar á aðalskipulagi (2017090121)
Niðurstaða kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Víkurbraut 21-23.
Athugasemdir bárust, erindi frestað.
14. Víkurbraut 21 og 23 - Niðurstaða kynningar á deiliskipulagi (2017090121)
Niðurstaða kynningar á tillögu að deiliskipulagi Víkurbraut 21-23.
Skoða þarf betur aðkomu að lóð. Gera þarf greiningu á umferðarskipulagi heildarsvæðis Víkurbrautar og Pósthússtrætis. Erindi frestað.
15. Suðurgata 43 - Fyrirspurn um breytingu á bílskúr (2017060128)
Ólafur Þór Magnússon, Suðurgötu 43 leggur fram fyrirspurn um breytingu á bílskúr í íbúðarrými.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
16. Klettatröð 8 og 10 - Breyting á aðalskipulagi (2017110118)
Glóra f.h. verkaupa leggur inn erindið Klettatröð 8 og 10, breyting á aðalskipulagi og óskar leyfis til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi samhliða.
Samþykkt heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi samhliða.
17. Gunnuhver - Umsókn um framkvæmdaleyfi (2018010074)
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Gunnuhver.
Veitt er heimild til framkvæmda.
18. Lögreglusamþykkt til kynningar (2017060143)
Lagt fyrir.
19. Hafnargata 56 - Deiliskipulagstillaga (2017110139)
Bgb ferðaþjónusta leggur fram deiliskipulagstillöguna Hafnargata 56 og 56a. Frestað á síðasta fundi vegna aðkomu á lóð og bílastæðamála.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
20. Flugvellir 14 - Lóðarumsókn (2018010111)
H34 ehf. sækir um lóðina Flugvellir 14 og lóðina Flugvellir 8 til vara.
Frestað.
21. Skógarbraut 932 - Deiliskipulagsbreytingar (2018010114)
Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til deiliskipulags breytingar á lóðinni Skógarbraut 932.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
22. Leirdalur 2-16 - Breyting á deiliskipulagi (2016120086)
Leirdalur 2-16 breyting á deiliskipulagi.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
23. Seylubraut 1 - Lóðarstækkun (2018010117)
Skipulagsfulltrúi óskar heimildar lóðastækkunar Seylubrautar 1 .
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
24. Starfsáætlun 2018 (2018010118)
Lagt fram.
25. Möguleg staðsetning starfsmanna íbúða (2018010162)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. janúar 2018.